Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 17. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Ginkel aftur lánaður til PSV (Staðfest)
Van Ginkel fær ekki tækifæri hjá Chelsea.
Van Ginkel fær ekki tækifæri hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku meistararnir í Chelsea hefur lánað miðjumanninn Marco van Ginkel aftur til PSV Eindhoven í Hollandi.

Hinn 24 ára gamli Van Ginkel, sem fór til Chelsea árið 2013 frá Vitesse í Hollandi, er að fara til PSV í þriðja sinn.

„PSV og Chelsea hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Marco van Ginkel," segir í yfirlýsingu frá PSV.

„Um lánssamning út tímabilið er að ræða."

Van Ginkel hefur lítið sem ekkert spilað með Chelsa síðan hann kom til félagsins fyrir fjórum árum. Hann hefur aðeins spilað fjóra leiki.

Nú fer hann aftur til PSV, en spilar hann yfirleitt vel. Á síðasta tímabili skoraði hann sjö mörk í 15 leikjum og tímabilið þar á undan skoraði hann átta mörk í 13 leikjum, hvorki meira né minna!
Athugasemdir
banner
banner
banner