Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 19. febrúar 2024 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir ekkert klárt með Rúnar - „Við höfum gríðarlegan áhuga"
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sagt frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að ÍA væri að fá miðjumanninn Rúnar Már Sigurjónsson í sínar raðir.

Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við heimkomu og er hann mest orðaður við ÍA og Val. Í janúar var það sagt að Akranes væri líklegasti áfangastaðurinn. Hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Voluntari í Rúmeníu á dögunum.

Rúnar Már er 33 ára og fyrrum landsliðsmaður; á alls að baki 32 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. Rúnar lék síðast á Íslandi tímabilið 2013 og var seldur frá Val til Sundsvall í Svíþjóð. Rúnar hefur leikið með Tindastóli, Ými, HK og Val á Íslandi.

„Við höfum fullan áhuga á honum en það hefur ekkert gerst neitt formlegt í því. Hann fór í aðgerð fyrir þremur, fjórum vikum síðan. Svo þarf bara að sjá hvernig honum líður eftir það," sagði Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, við Fótbolta.net í dag.

„Það er ýmislegt talað en það er ekkert 'concrete'. Við höfum gríðarlegan áhuga á honum, engin spurning. Ég held að við séum ekki einir um það. Hann er frábær leikmaður og myndi klárlega styrkja okkur en það er ekkert í hendi í því. Hann er í þessari endurhæfingu og ef hann getur byrjað að æfa aftur eftir þrjár, fjórar vikur þá reynum við að skoða þetta."

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Afmælisveisla og Jón Rúnar gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner