Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   þri 24. janúar 2017 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnuskólinn á Pinatar Spáni 2017
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Knattspyrnuskólinn var starfræktur í fyrsta sinn sumarið 2016 við fyrsta flokks aðstæður á Spáni. Það verður að segjast eins og er að viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum. Rúmlega 60 krakkar æfðu þar 2svar á dag í viku undir handleiðslu toppþjálfara – æfingaplani sem mótað var af Heimi Hallgrímssyni.

Forsvarsmen skólans hafa því ákveðið að endurtaka leikinn sumarið 2017.
Skólinn verður á sama stað á Spáni dagana 21.-28.júlí 2017. Gisting, aðstaða og allur aðbúnaður verður með sama sniði og í fyrrasumar.
Það verður takmarkað pláss í ferðina og bendum fólki því á að bóka snemma.

Skólinn verður staðsettur í San Pedro á Suður-Spáni, sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Alicante. Æft verður á Pinatar Arena æfingasvæðinu, einstaklega glæsilegri æfingaaðstöðu, þangað sem mörg bestu liða Evrópu koma reglulega í æfingaferðir.

Skólinn er ætlaður bæði fyrir stelpur og stráka fædd 2001, 2002 og 2003 og er td. tilvalin fermingargjöf. Þetta er einstakt tækifæri fyrir áhugasama fótboltaiðkendur sem vilja fá leiðsögn hjá nokkrum af bestu þjálfurum Íslands.

Þjálfaraliðið í skólanum er glæsilegt sem var upphaflega sérvalið af Heimi Hallgrímssyni en allir þjálfarar skólans eru handhafar UEFA-A þjálfaragráðunnar. Heimir er upptekinn með landsliðið á þessum tíma en námsefni skólans unnið samkvæmt hans upphaflegu hugmyndum. Meðal þjálfaranna eru; Freyr Sverrisson, Nihad Hasecic(Cober), Jón Ólafur Daníelsson og Þorsteinn Magnússon markmannsþjálfari en Þorsteinn hefur starfað í erlendum akademúm fyrir markverði ásamt því að hafa þjálfað markverði hjá landsliðum Íslands í gegnum tíðina.

Að auki verða spænskir gestaþjálfarar frá Murcia og Cartagena til að brjóta upp æfingarnar en þeir móta sínar æfingar í takti við æfingaplanið.
Eins og í fyrra verður „lands“ leikur gegn Spánverjum sem gerði frábæra ferð enn betri.

Fyrir utan æfingarnar þá eru fyrirlestarar um mataræði, heilbrigt líferni, félagslega þætti, skemmtanir sem lúta að hópefli og allt sem skólinn telur skipta ungmenni máli.

Kvöld dagskráin verður með örlítið breyttu sniði þar sem lögð verður ríkari áhersla hópefli.

Fótboltatennisaðstöðuna frábæru notum við líka – en hún var hluti æfingaaðstöðunnar.

Svo er ýmis afþreying fyrir krakkana, bæði á hótelinu sjálfu og utan þess. Farið verður á strönd, vatnsrennibrautagarð, La Zenia verslunarmiðstöðina og svo verður jafnvel ein afþreying til viðbótar.

Við viljum benda fólki á þann möguleika að upplagt er fyrir foreldra að sameina skólann fjölskyldufríi. Þannig er hægt að biðja um að heimflugi þátttakandans sé seinkað og þannig geti viðkomandi hitt fjölskyldu sína og tekið aukaviku-r í fríi eftir skólann.

Íslenskur fararstjóri verður á staðnum allan tímann eins og í fyrra.
Flogið er beint á Alicante og farið með rútu þaðan á Hótel Thalasia – um klst ferð.

Nánari upplýsingar gefur Jón Óli sem einnig sér um skráningu í skólann [email protected] 

Upplýsingar verða einnig á nýrri facebook síðu skólans „Knattspyrnuskólinn á Pinatar 2017“

Einnig er hægt að skoða facebook síðu skólans síðan í fyrra „Íslenski knattspyrnuskólinn 2016“

Verð er kr 219.900,- á mann í tvíbýli.
Staðfestingargjald er kr. 25.000,- Greiðist 30.janúar
Ferðast verður með ferðaskrifstofunni Heimsferðir.
Greiðslufyrirkomulag er hægt að ræða við Elínu Hrund hjá Heimsferðum í síma 5901000 eða á netfangið [email protected]

Innifalið :
Flug og flugvallarskattar.
Rúta frá/til Alicante flugvelli til San Pedo del Pinatar
Gisting á frábæru hóteli við æfingaaðstöðu.
Fullt fæði alla daga - mjög glæsilegt hlaðborð í öll mál.
Vatn og djús með mat.
Allar æfingar.
Vatn á öllum æfingum og leikjum.
2 sett af sérmerktum æfingafatnaði.
Þvottur á íþróttafatnaði daglega.
Þjálfun og „lands“ leikur iðkenda.
Afþreying.
Fararstjórn.

Athugasemdir
banner
banner
banner