Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 22. júlí 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Það var vitað í janúar að Costa væri á förum
Costa er á förum frá Chelsea.
Costa er á förum frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sóknarmanninum Diego Costa hafi verið tjáð það í janúar að hann væri ekki í framtíðarplönum félagsins.

Í janúar bárust fréttir að Costa væri á leið til Kína. Hann var sagður hafa rifist við Conte, en að lokum var hann áfram.

Hann kláraði tímabilið og hjálpaði Chelsea að landa Englandsmeistaratitlinum í maí.

Eftir tímabilið senti Conte síðan Costa SMS og sagði honum að hann yrði ekki hluti af hópnum fyrir næsta tímabil.

„Í janúar, þá var það vitað að Costa yrði ekki hluti af framtíð félagsins. Leikmaðurinn vissi það sjálfur og umboðsmaður hans líka," sagði Conte í viðtali sem birtist hjá BBC í dag.
Athugasemdir
banner
banner