Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 24. apríl 2014 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn með þrjú á tuttugu mínútum - Gummi Tóta fór hamförum
Viðar Örn gerði þrennu á tuttugu mínútum
Viðar Örn gerði þrennu á tuttugu mínútum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gummi Tóta skoraði eitt og lagði upp þrjú
Gummi Tóta skoraði eitt og lagði upp þrjú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg um að vera í norska boltanum í dag en margir Íslendingar léku í norska bikarnum og var á langt frá því að vera rólegt hjá þeim.

Viðar Örn Kjartansson gerði þrennu fyrir Vålerenga á einungis tuttugu mínútum en hann kom inná sem varamaður í 0-5 sigri á Nordstrand. Hann kom við sögu á 60. mínúgu leiksins og var búinn að skora fyrsta markið einungis átta mínútum síðar.

Hann gerði þá annað mark á 76. mínútu en það kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur og setti hann þá spyrnuna í hægra hornið. Hann fékk aðra vítaspyrnu undir lok leiksins en þá setti hann boltann í sama horn.

Sarpsborg rústaði nágrönnum sínum í Sarpsborg FK með ellefu mörkum gegn engu. Þar var Guðmundur Þórarinsson í lykilhlutverki og lagði upp þrjú mörk ásamt því að skora eitt í sigrinum.

Hann lagði meðal annars upp mark sem Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði en þetta var afar auðvelt fyrir Sarpsborg. Báðir voru í byrjunarliði Sarpsborg og spiluðu allan leikinn.

Sverrir Ingi Ingason var eini Íslendingurinn í byrjunarliði Viking í dag en Björn Daníel Sverrisson, Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson sátu á bekknum. Björn Daníel kom inná á 60. mínútu en hinir tveir komu ekki við sögu. Viking sigraði með þremur mörkum gegn engu.

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru í byrjunarliði Start er liðið sigraði Hollen með fjórum mörkum gegn engu. Alexander Lind skoraði fyrsta mark Start en Matthías virtist koma við boltann. Lind var þó skráður fyrir markinu í dag en ágætis huggun fyrir Matthías þó að bera fyrirliðabandið hjá Start í dag.

Heiðar Geir Júlíusson var í byrjunarliði Ham/Kam sem komst áfram eftir framlengingu en liðið sigraði Ottestad. Þá var Jóhann Laxdal í byrjunarliði Ull/Kisa en liðið lagði Aurskog-Holand með fimm mörkum gegn engu.

Hannes Þór Halldórsson var í marki Sandnes Ulf sem datt óvænt út úr bikarnum fyrir Sola, 1-0. Björn Bergmann Sigurðarson var þá ekki í leikmannahóp Molde sem slátraði Surnadal með níu mörkum gegn engu.

Hjörtur Logi Valgarðsson var í byrjunarliði Sogndal sem fór létt með Årdal. Leiknum lauk með fjórum mörkum gegn engu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner