Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 26. maí 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldo ætlar ekki með Mourinho til Man Utd
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo fagnar því að fyrrum félag hans Manchester United sé að ráða Jose Mourinho sem stjóra.

„Ef þetta er eitthvað sem United vill þá tel ég að þetta sé gott. Ég vona að Manchester United nái aftur á sama stað og áður því að þetta er flott félag en á síðustu árum hefur það aðeins tapað sínum stimpli," sagði Ronaldo.

„Það særir mig að sjá United svona því þetta er félag sem er í hjarta mínu. Ég vona að Mourinho geti komið þeim aftur á toppinn."

Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid árið 2009. Hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til United en hann segist ekki vera á leið aftur til félagsins.

„Í augnablikinu er ég ánægður og vil vera áfram hjá þessu félagi. Ég sé ekki neitt félag sem er betra en Real Madrid. Ef þú skoðar hlutina þá er ekki til betra félag. Öll önnur félög geta gleymt mér því Real Madrid er best," sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner