Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. apríl 2018 07:00
Fótbolti.net
Deildinni sparkað af stað í kvöld - Spáin og öll upphitun á einum stað
Gísli Eyjólfsson og Arnþór Ari Atlason komu í spjall.
Gísli Eyjólfsson og Arnþór Ari Atlason komu í spjall.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Eiður Aron Sigurbjörnsson með Íslandsmeistarabikarinn.
Eiður Aron Sigurbjörnsson með Íslandsmeistarabikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Laxdal og Brynjar Gauti, varnarmenn Stjörnunnar.
Jóhann Laxdal og Brynjar Gauti, varnarmenn Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Klukkan 20 í kvöld lýkur biðinni löngu! Pepsi-deildin 2018 fer af stað. Fótbolti.net hefur verið með veglega upphitun fyrir deildina og hér er búið að taka saman það helsta.

Spáin árlega vekur alltaf mikla athygli en samhliða henni eru liðin kynnt og rýnt í þeirra styrkleika og veikleika.

Spáin:
1. Valur 84 stig
2. FH 73 stig
3. Stjarnan 67 stig
4. KA 60 stig
5. KR 58 stig
6. Breiðablik 55 stig
7. Grindavík 43 stig
8. Fjölnir 23 stig
9. ÍBV 21 stig
10. Fylkir 19 stig
11. Víkingur R. 18 stig
12. Keflavík 15 stig

Síðustu daga höfum við síðan verið með líkleg byrjunarlið fyrir fyrstu umferðina.

Líkleg byrjunarlið:
Valur - KR - föstudag 20
Stjarnan - Keflavík - föstudag 20
FH - Grindavík - laugardag 14
Breiðablik - ÍBV - laugardag 14
Fjölnir - KA - laugardag 16
Víkingur - Fylkir - laugardag 18

Síðasta laugardag var veglegt hringborð í útvarpsþættinum þar sem öll tólf lið Pepsi-deildarinnar voru skoðuð. Elvar Geir, Tómas Þór, Magnús Már og Davíð Snorri fóru yfir málin á 90 mínútum. Smelltu hér til að hlusta.

Þá voru viðtöl, sem Elvar og Magnús tóku, við tvo leikmenn í hverju liði í hlaðvarpi Fótbolta.net samhliða spánni.

Valur - Eiður Aron og Birkir Már
FH - Gummi Kristjáns og Davíð Þór
Stjarnan - Brynjar Gauti og Jói Lax
KA - Elfar Árni og Hrannar
KR - Óskar Örn og Aron Bjarki
Breiðablik - Gísli Eyjólfs og Arnþór Ari
Grindavík - Brynjar Ásgeir og Gunnar Þorsteins
Fjölnir - Bergsveinn og Gummi Kalli
ÍBV - Atli og Sindri Snær
Fylkir - Albert Brynjar og Ragnar Bragi
Víkingur - Arnþór og Davíð Atla
Keflavík - Bræðurnir Sindri og Ísak

Einn leikmaður í hverju liði sýndi á sér hina hliðina en með því að smella hérna má finna þau viðtöl.

Myndbandsviðtöl:
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Túfa, þjálfari KA
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur
Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings
Marc McAusland, fyrirliði Keflavíkur
Athugasemdir
banner