Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þeir hlaupa aðeins hraðar og sparka fastar
Risarnir tveir slást og annar þeirra stendur uppi sem meistari
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: FH vs Gula Spjaldið
Hugarburðarbolti GW6 - Er Cole Palmer stjórnað af gervigreind?
Innkastið - Töfrar, tár og trúðaskór
Enski boltinn - Nú hljóta þeir að reka Ten Hag og Palmer sjóðheitur
Útvarpsþátturinn - Meistarabragur á báðum liðum
Siggi Höskulds fer yfir vonbrigðatímabil
Hugarburðarbolti GW5 - Skrímslið sem breyttist í 5 ára krakka!
Innkastið - Túristar urðu sigurvegarar
Enski boltinn - Leikur sem spannaði allt sviðið
Tveggja Turna Tal - Gunnlaugur Jónsson
Útvarpsþátturinn - Umspilið, Rúnar Kristins og Besta
Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn: Stuðningsmenn ræða málin
Leiðin á Laugardalsvöll - Stórskemmtilegt fyrirbæri
Viktor Örlygur á leið í sinn fimmta bikarúrslitaleik
Hugarburðarbolti GW4 Haaland heldur bara áfram sínu striki
Haukur Heiðar - Bikarúrslit, Deano og Alexander Isak
Innkastið - Rembingur og klaufabárðar
Enski boltinn - Að harka út sigur og getur Liverpool barist um titilinn?
   þri 17. apríl 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Beggi og Gummi Kalli - Golf, fyrirlestrar og viðskilnaðurinn við FH
Guðmundur Karl Guðmundsson og Bergsveinn Ólafsson.
Guðmundur Karl Guðmundsson og Bergsveinn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Guðmundur Karl, Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis og Bergsveinn Ólafsson.
Guðmundur Karl, Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis og Bergsveinn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bergsveinn Ólafsson er kominn aftur í Fjölni.
Bergsveinn Ólafsson er kominn aftur í Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson gengu til liðs við Fjölni á nýjan leik í vetur eftir dvöl hjá FH. Þeir komu báðir til Fjölnis á sama degi í febrúar síðastliðnum en þeir sáu ekki fram á að fá mörg tækifæri í liði FH. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, tilkynnti Bergsveini að hann væri ekki ofarlega í röðinni hjá sér.

„Við áttum ekki samleið. Það er þannig í fótbolta að þjálfarar fíla mismunandi leikmenn og nota mismunandi nálganir. Hann fílaði mig ekki sem leikmann og það eru ekki hard feelings. Leiðir okkar lágu ekki saman og þá er um að gera að róa á önnur mið," sagði Bergsveinn.

„Hann var heiðarlegur við mig, sagði hvar ég væri í röðinni og að þetta yrði erfitt fyrir mig. Þegar Fjölnir kom upp þá fannst mér það vera mjög spennandi því ég var ekki að fara að nenna að sitja á bekknum."

„Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þetta var ákveðin höfnun og auðvitað var erfitt að fá svona fréttir eftir að hafa verið í lykilhlutverki í FH liðinu undanfarin tvö ár. Lífið heldur áfram, ég er kominn í Fjölni og líður mjög vel þar í öðruvísi hlutverki."

Guðmundur Karl ákvað einnig að fara frá FH þegar hann var ekki ofarlega í röðinni. „Ég sá fram á að fá að spila ekki jafn mikið og ég vildi í FH. Ég lít ekki á þetta ár hjá FH sem vonbrigði. Mér fannst þetta vera ógeðslega skemmtilegt ár. Ég tók þátt í helling af Evrópuleikjum og náði 3. sætinu. Þó að sumir kalli það vonbrigði þá er það besti árangur sem ég hef náð," sagði Guðmundur Karl léttur í bragði.

„Ég held að ég hafi lært mjög mikið andlega og fótboltalega og ég vona að ég komi til baka sem sterkari leikmaður."

Með fyrirlestra fyrir skóla og hópa
Utan vallar hefur Beggi verið virkur á samfélagsmiðlum og í vetur byrjaði hann að vera með fyrirlestra í skólum og fyrirtækjum.

„Ég hef aðallega verið með fyrirlestra um heilbrigt líferni og plöntufæði. Ég hef líka verið með fyrirlestra um það hvað felst í því að ná árangri. Ég reyni að miðla því frá mér sem ég veit og aðrir geta haft ávinning af. Ég er í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og þar er mikið fókusað á hamingju og vellíðan. Ég hef líka verið aðeins í þeim geiranum," sagði Beggi sem byrjaði á fyrirlestrunum fyrir áramót.

„Ég var að kenna forfallakennslu í skóla en ákvað að gera frekar eitthvað sem ég hef meiri áhuga á. Það hefur enginn þorað að segja að þetta sé lélegt svo ég býst við að þetta hafi slegið ágætlega í gegn," sagði Bergsveinn en hann er með heimasíðuna beggiolafs.com.

Bergsveinn hefur verið á plöntufæði undanfarin ár og líkar vel. „Mér líður bara vel. Ég ákvað að prófa þetta á sínum tíma og fyrst ég get borðað svona þá finnst mér enginn ástæða vera til að borða hinsegin."

Starfar sem vallarstjóri á golfvelli
Gummi Kalli er úr Þorlákshöfn en hann er mikill golf áhugamaður. Gummi Kalli er með 5,6 í forgjöf og hann vann meistaramótið hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar fyrir tveimur árum.

„Ég dýrka golf og væri til í að spila miklu meira en ég geri. Ég er vallarstjóri á vellinum í Þorlákshöfn og kíki í golf á kvöldin. Þá næ ég stundum níu holum," sagði Gummi Kalli en hann mælir með golfvellinum í Þorlákshöfn. „Þetta er frábær völlur. Það er opið allt árið um kring og þetta er topp fimm völlur."

Stefna á toppbaráttu á næstu árum
Fótbolti.net spáir Fjölnismönnum áttunda sæti í sumar en í Grafarvoginum er markið sett hærra.

„Það er það mikill metnaður í hópnum og klúbbnum að við stefnum hærra en þetta," sagði Bergsveinn en hann segir Fjölnismenn stefna á að berjast um Evrópusæti á næstu árum.

„Ég held að það sé ekkert leyndarmál að það er mikill hugur og meðbyr í klúbbnum. Við erum búnir að festa okkur í sessi í deildinni og Fjölnir vill blanda sér í hóp efstu liða í deildinni. Það er markmiðið."

Hér að ofan má hlusta á spjallið við Begga og Gumma Kalla í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner