Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
sunnudagur 15. september
Besta-deild karla
laugardagur 14. september
Lengjudeild karla
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 12. ágúst
Besta-deild karla
þriðjudagur 10. september
Þjóðadeildin A
Ungverjaland - Bosnía - 18:45
Holland - Þýskaland - 18:45
Þjóðadeildin B
Albanía - Georgía - 18:45
Tékkland - Úkraína - 18:45
England - Finnland - 18:45
Írland - Grikkland - 18:45
Þjóðadeildin C
Lettland - Færeyjar - 16:00
Norður Makedónía - Armenia - 18:45
Þjóðadeildin D
Andorra - Malta - 18:45
Vináttulandsleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Vietnam 1 - 2 Thailand
Bandaríkin - Nýja-Sjáland - 23:07
Moldova - San Marino - 16:00
Moldova U-18 0 - 5 Romania U-18
Romania U-16 1 - 0 Czech Republic U-16
France U-19 2 - 1 Poland U-19
Slovenia U-19 1 - 1 Ireland U-19
Belgium U-19 1 - 1 Austria U-19
Croatia U-19 2 - 2 Italy U-19
Germany U-17 1 - 3 England U-17
Mexico U-17 - Israel U-17 - 09:00
Montenegro U-19 0 - 1 Hungary U-19
Germany U-19 1 - 0 England U-19
Kazakhstan U-19 0 - 2 Iceland U-19
Portugal U-19 - Serbia U-19 - 15:00
Belarus U-21 - Slovakia U-21 - 16:00
Georgia U-17 0 - 1 Moldova U-17
Sweden U-20 - Denmark U-20 - 16:00
China PR U-21 0 - 0 Uzbekistan U-21
Vietnam U-21 2 - 1 Malaysia U-21
Norway U-18 - Belgium U-18 - 15:00
Kanada - Mexíkó - 00:30
Netherlands U-17 - Belgium U-17 - 17:00
Mexico U-19 0 - 0 Qatar U-19
Poland U-18 7 - 2 Korea Republic U-18
Sweden U-18 0 - 0 Denmark U-18
þri 17.apr 2018 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Fjölnir

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fjölnir endi í 8. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fjölnir endar í 8. sæti ef spáin rætist.

Þórður Ingason markvörður Fjölnis.
Þórður Ingason markvörður Fjölnis.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason er leikinn kantmaður.
Birnir Snær Ingason er leikinn kantmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Torfi Tímoteus Gunnarsson er efnilegur varnarmaður.
Torfi Tímoteus Gunnarsson er efnilegur varnarmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis og Gunnar Már Guðmundsson aðstoðarþjálfari.
Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis og Gunnar Már Guðmundsson aðstoðarþjálfari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn fagna marki.
Fjölnismenn fagna marki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Guðjónsson.
Þórir Guðjónsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Fjölnir 23 stig
9. ÍBV 21 stig
10. Fylkir 19 stig
11. Víkingur R. 18 stig
12. Keflavík 15 stig

Um liðið: Fjölnismenn enduðu í fallbaráttu í fyrra eftir að hafa verið í baráttu um Evrópusæti sumarið 2016. Á endanum varð tíunda sætið niðurstaðan í Grafarvogi en þar á nú að spyrna við fótum og gera talsvert betur í ár.

Þjálfari - Ólafur Páll Snorrason: Ágúst Gylfason hætti sem þjálfari Fjölnis eftir síðasta tímabil og tók við Breiðabliki eftir sex ár sem þjálfari í Grafarvogi. Ólafur Páll tók við stöðu hans eftir eitt ár sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Ólafur Páll hafði áður verið spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni en hann er uppalinn hjá Grafarvogsliðinu.

Markið sett hærra í Grafarvogi

Styrkleikar: Fjölnismenn hafa fengið flottar styrkingar í vetur og endurheimt menn með Fjölnishjarta. Leikmannahópurinn er sterkari á pappírnum en á síðasta tímabili. Ungir Fjölnismenn hafa fengið dýrmæta reynslu undanfarin ár og eru margir hverjir orðnir lykilmenn í liðinu. Stemningin í kringum Fjölnisliðið hefur líklega aldrei verið meiri en mikill hugur er í fólki í Grafarvoginum og umgjörðin í kringum liðið í toppmálum.

Veikleikar: Eftir sigur á Reykjavíkurmótinu hefur Fjölnir misst flugið undanfarnar vikur. Liðið tapaði 6-1 gegn Breiðabliki um síðustu helgi og spurning er hvernig sjálfstraustið er fyrir mót. Verið er að púsla saman nýrri varnarlínu frá því í fyrra og hún þarf að ná að stilla saman strengi sína sem fyrst. Fjölnir vann einungis einn útileik í fyrra og var með versta útivallarárangur allra liða í deildinni. Liðið þarf að koma með fleiri stig heim yfir Gullinbrúna í sumar.

Lykilmenn: Þórður Ingason og Þórir Guðjónsson. Þórður er fyrirliði Fjölnis en hann átti frábært tímabil í fyrra og var stærsta ástæða þess að liðið hélt sæti sínu í deildinni. Þórir hefur leitt framlínuna undanfarin ár og Fjölnismenn þurfa mörk frá honum í sumar.

Gaman að fylgjast með: Torfi Tímoteus Gunnarsson er efnilegur varnarmaður sem steig fyrstu skrefin með meistaraflokki í fyrra. Verður væntanlega í töluvert stærra hlutverki í ár.

Spurningamerkið: Geta ungu strákarnir í Fjölni tekið næsta skref og blandað sér í baráttu um Evrópusæti eða þarf að bíða lengur eftir því í Grafarvoginum?

Völlurinn: Fjölnisvöllur er með 800 sæti í þaklausri stúku. Stefnt er þó á að byggja þak á stúkuna á næstu árum. Afar vinalegt vallarstæði við sundlaugina í Grafarvoginum. Stemningin í kringum Fjölnisliðið er mjög góð og margir uppaldir leikmenn eru í hópnum miðað við oft áður. Fjölnisfólk ætti því að flykkjast á völlinn.

„Ætlum að stefna hærra"

Þjálfarinn segir - Ólafur Páll Snorrason
„Þetta kemur mér ekki sérlega á óvart miðað við gengi síðasta árs og ungan hóp. Það er best að gefa sem lítið upp með markmiðin en það er ekki áttunda sæti eða neðar. Við ætlum að reyna að stefna hærra. Ég var mjög ánægður með veturinn fram í lok mars. Þá lentum við í skakkaföllum með leikmenn og frammistaðan hefur aðeins dalað síðan þá. Við höfum verið að tækla þau vandamál sem hafa komið upp. Heilt yfir er veturinn búinn að vera fínn og við erum að bæta spilamennskuna og liðið."

Komnir:
Almarr Ormarsson frá KA
Arnór Breki Ásþórsson frá Aftureldingu
Bergsveinn Ólafsson frá FH
Guðmundur Karl Guðmundsson frá FH
Sigurpáll Melberg Pálsson frá Fram

Farnir:
Bojan Stefán Ljubicic í Keflavík
Fredrik Michaelsen til Tromsö (Var á láni)
Ivica Dzolan
Linus Olsson
Marcus Solberg
Mees Siers

Sjá einnig:
Hin Hliðin - Hans Viktor Guðmundsson
Beggi og Gummi Kalli - Golf, fyrirlestrar og viðskilnaðurinn við FH

Leikmenn Fjölnis sumarið 2018:
Sigurjón Daði Heiðarsson 1
Mario Tadejevic 2
Bergsveinn Ólafsson 5
Sigurpáll Melberg Pálsson 6
Birnir Snær Ingason 7
Igor Jugovic 8
Þórir Guðjónsson 9
Ægir Jarl Jónasson 10
Almarr Ormarsson 11
Þórður Ingason 12
Anton Freyr Ársælsson 13
Ísak Atli Kristjánsson 14
Arnór Breki Ásþórsson 15
Orri Þórhallsson 16
Ingibergur Kort Sigurðsson 17
Viktor Andri Hafþórsson 19
Valgeir Lunddal Friðriksson 21
Hallvarður Óskar Sigurðarson 23
Torfi Tímoteus Gunnarsson 24
Ísak Óli Helgason 26
Ingimundur Níels Óskarsson 27
Hans Viktor Guðmundsson 28
Guðmundur Karl Guðmundsson 29
Jóhann Árni Gunnarsson 31
Kristófer Óskar Óskarsson 32

Leikir Fjölnis 2018:
28.apríl Fjölnir – KA
6.maí ÍBV – Fjölnir
13.maí Fjölnir – FH
17.maí Keflavík – Fjölnir
21.maí Fjölnir – KR
27.maí Víkingur R. – Fjölnir
4. júní Fjölnir – Valur
10.júní Stjarnan – Fjölnir
14.júní Fjölnir – Grindavík
1.júlí Fjölnir – Fylkir
5.júlí KA – Fjölnir
16.júlí Breiðablik Fjölnir
22.júlí Fjölnir – ÍBV
29.júlí FH – Fjölnir
8.ágúst Fjölnir – Keflavík
12.ágúst KR – Fjölnir
20.ágúst Fjölnir – Víkingur R
25.ágúst Valur – Fjölnir
2.september Fjölnir – Stjarnan
16.september Grindavík – Fjölnir
23.september Fjölnir – Breiðablik
29.september Fylkir – Fjölnir

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson og Tryggvi Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner