Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Útvarpsþátturinn - Ólafur Ingi, fréttir úr Bestu og Davíð Snorri á línunni
Fótboltasjúkur á frábærum stað - „Hjólin fóru að snúast eftir þetta viðtal"
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
   þri 17. apríl 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Atli og Sindri í Eyjum - Enginn veit hvað mun koma frá okkur
Atli og Sindri.
Atli og Sindri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Atli Arnarson og Sindri Snær Magnússon, miðjumenn ÍBV, heimsóttu útvarpsþátt Fótbolta.net. Eyjaliðinu er spáð 9. sæti í Pepsi-deildinni og þegar Atli og Sindri voru spurðir að því hvort þeir myndu taka því sæti fyrir tímabilið var svarið einfaldlega nei.

„Hvað eigum við að gera við 9. sæti? Við vorum þarna í fyrra og árið þar á undan. Það er ekki gaman að vera í 9. sæti, það er fullt af töpum ef þú endar þar," segir Sindri og Atli bætir við:

„Er ekki klisjan sú að maður verði að gera betur en í fyrra? Við enduðum í níunda sæti í fyrra og verðum að reyna að gera betur en það."

„Þessi spá kemur samt alls ekki á óvart. Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu og enginn veit hvað mun koma frá okkur, nema við sjálfir," segir Sindri.

Eins og oft áður í Vestmannaeyjum hefur hópurinn verið nokkuð sundraður í vetur og erfitt að rýna í getu liðsins. Hópurinn er nýkominn úr æfingaferð og segja Atli og Sindri að mynd sé að komast á þetta.

Þeir tveir eru búsettir á Reykjavíkursvæðinu yfir vetrartímann, hafa verið að æfa með Haukum á virkum dögum en farið svo til Eyja um helgar á æfingar.

„Við erum farnir að kunna ansi vel við okkur í Haukunum," segir Atli.

Hlustaðu á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan en þar kemur Herjólfur, hárgreiðsla Sindra, körfubolti og fleira við sögu.
Athugasemdir
banner
banner
banner