Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
   þri 17. apríl 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Atli og Sindri í Eyjum - Enginn veit hvað mun koma frá okkur
Atli og Sindri.
Atli og Sindri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Atli Arnarson og Sindri Snær Magnússon, miðjumenn ÍBV, heimsóttu útvarpsþátt Fótbolta.net. Eyjaliðinu er spáð 9. sæti í Pepsi-deildinni og þegar Atli og Sindri voru spurðir að því hvort þeir myndu taka því sæti fyrir tímabilið var svarið einfaldlega nei.

„Hvað eigum við að gera við 9. sæti? Við vorum þarna í fyrra og árið þar á undan. Það er ekki gaman að vera í 9. sæti, það er fullt af töpum ef þú endar þar," segir Sindri og Atli bætir við:

„Er ekki klisjan sú að maður verði að gera betur en í fyrra? Við enduðum í níunda sæti í fyrra og verðum að reyna að gera betur en það."

„Þessi spá kemur samt alls ekki á óvart. Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu og enginn veit hvað mun koma frá okkur, nema við sjálfir," segir Sindri.

Eins og oft áður í Vestmannaeyjum hefur hópurinn verið nokkuð sundraður í vetur og erfitt að rýna í getu liðsins. Hópurinn er nýkominn úr æfingaferð og segja Atli og Sindri að mynd sé að komast á þetta.

Þeir tveir eru búsettir á Reykjavíkursvæðinu yfir vetrartímann, hafa verið að æfa með Haukum á virkum dögum en farið svo til Eyja um helgar á æfingar.

„Við erum farnir að kunna ansi vel við okkur í Haukunum," segir Atli.

Hlustaðu á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan en þar kemur Herjólfur, hárgreiðsla Sindra, körfubolti og fleira við sögu.
Athugasemdir
banner