Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Enski boltinn - Arsenal með mark úr horni
Leiðin úr Lengjunni: Þór í kjörstöðu og toppsætið innan seilingar hjá Þrótti
Staðan tekin fyrir endasprettinn í neðri deildunum! 
Útvarpsþátturinn - Afhroð í Kóngsins og spáin fyrir enska
Turnar Segja Sögur: Pizzagate
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir á botninum og Þróttarar stimpla sig í toppbaráttu
Uppbótartíminn - Landsliðsspekúleringar, markaflóð og stærsti leikur ársins
Enski boltinn - Oasis sneri aftur en mun City gera það líka?
Enski boltinn - Án ofdekraðra aumingja aftur í Meistaradeildina
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Leiðin úr Lengjunni: Njarðvíkingar fara á toppinn og falldraugurinn svífur yfir Árbænum
Útvarpsþátturinn - Boltabullur, markamet og enski boltinn
Turnar Segja Sögur: Gullit&Rijkaard
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Enski boltinn - Núna ætlar Arsenal að elda
   þri 17. apríl 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Atli og Sindri í Eyjum - Enginn veit hvað mun koma frá okkur
Atli og Sindri.
Atli og Sindri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Atli Arnarson og Sindri Snær Magnússon, miðjumenn ÍBV, heimsóttu útvarpsþátt Fótbolta.net. Eyjaliðinu er spáð 9. sæti í Pepsi-deildinni og þegar Atli og Sindri voru spurðir að því hvort þeir myndu taka því sæti fyrir tímabilið var svarið einfaldlega nei.

„Hvað eigum við að gera við 9. sæti? Við vorum þarna í fyrra og árið þar á undan. Það er ekki gaman að vera í 9. sæti, það er fullt af töpum ef þú endar þar," segir Sindri og Atli bætir við:

„Er ekki klisjan sú að maður verði að gera betur en í fyrra? Við enduðum í níunda sæti í fyrra og verðum að reyna að gera betur en það."

„Þessi spá kemur samt alls ekki á óvart. Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu og enginn veit hvað mun koma frá okkur, nema við sjálfir," segir Sindri.

Eins og oft áður í Vestmannaeyjum hefur hópurinn verið nokkuð sundraður í vetur og erfitt að rýna í getu liðsins. Hópurinn er nýkominn úr æfingaferð og segja Atli og Sindri að mynd sé að komast á þetta.

Þeir tveir eru búsettir á Reykjavíkursvæðinu yfir vetrartímann, hafa verið að æfa með Haukum á virkum dögum en farið svo til Eyja um helgar á æfingar.

„Við erum farnir að kunna ansi vel við okkur í Haukunum," segir Atli.

Hlustaðu á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan en þar kemur Herjólfur, hárgreiðsla Sindra, körfubolti og fleira við sögu.
Athugasemdir