Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 30. janúar 2015 13:30
Elvar Geir Magnússon
Slök enskukunnátta getur kostað Arsenal mörk
Gabriel í búningi Arsenal.
Gabriel í búningi Arsenal.
Mynd: Getty Images
Slök enskukunnátta varnarmannsins Gabriel Paulista gæti kostað Arsenal mörk. Þetta segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Lundúnafélagið tryggði sér þennan 24 ára Brasilíumann í vikunni og er hann kominn með leikheimild fyrir viðureign gegn Aston Villa á sunnudag.

„Það gæti reynst dýrkeypt ef menn rugla saman 'going forwards' og 'going backwards'," segir Wenger.

Hann telur að Gabriel þurfi að fá sinn tíma til að aðlagast enska boltanum.

„Það þarf alltaf að gefa leikmönnum tíma til að aðlagast. Sérstaklega þeim sem leika í varnarstöðum. Menn þurfa að þekkja samherja sína og geta haft góð samskipti. Hann verður klárlega í hópnum á morgun. Hann er byrjaður að æfa og lítur vel út."

Annars er það að frétta af Arsenal að varnarmiðjumaðurinn Francis Coquelin er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner