Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 30. apríl 2016 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil og félagar steinlágu gegn Torino
Emil spilaði rúman hálftíma
Emil spilaði rúman hálftíma
Mynd: Getty Images
Udinese 1 - 5 Torino
0-1 Pontus Jansson ('12 )
0-2 Afriyie Acquah ('45 )
1-2 Felipe ('47 )
1-3 Josef Martinez ('50 )
1-4 Andrea Belotti ('56 )
1-5 Josef Martinez ('83 )

Emil Hallfreðsson byrjaði á bekknum þegar Udinese fékk Torino í heimsókn í Seríu A í dag.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Udinese því strax á 12. mínútu skoraði Pontus Jansson og kom gestunum yfir.

Afriyie Acquah bætti við marki undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 2-0 í hálfleik. Felipe minnkaði muninn fyrir Udinese í upphafi síðari hálfleiks, en Torino svaraði með tveimur mörkum.

Staðan var því 4-1, en nokkrum mínútum eftir fjórða mark Torino kom Emil Hallfreðsson inn á. Emil spilaði síðasta hálftímann, en Josef Martinez skoraði fimmta og síðasta mark Torino og þar við sat.

5-1 sigur Torino staðreynd, en liðið er með 45 stig í tíunda sæti á meðan Emil og félagar í Udinese eru með 38 stig í 16. sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner