Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   sun 30. ágúst 2015 20:37
Arnar Ingi Ingason
Gústi Gylfa: Frekar súrt en svona er boltinn
Ágúst var að vonum svekktur með úrslit kvöldsins
Ágúst var að vonum svekktur með úrslit kvöldsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fáum oft mörk á okkur þegar við föllum aðeins niður og það gerðist í dag og búið að gerast í undanförnum leikjum. sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis í Pepsi deild karla, eftir jafntefli við Stjörnuna á Fjölnisvelli í kvöld.

„Fjórða jafnteflið er staðreynd og dálítið súrt sérstaklega í þeirri baráttu sem við erum. Við erum nokkurn veginn að tryggja okkur um miðja deild. Við höldum bara áfram. Fáum kærkomið frí og fáir leikir eftir. Það verður forvitnilegt hvernig þetta endar allt.“

Okkur líkar vel hérna á heimavelli og sköpum fullt af færum. Að sjálfsögðu þarftu að skora úr þeim til þess að vinna leiki. Við hleyptum Stjörnumönnunum aðeins inn í leikinn hérna í seinni hálfleik og föllum aðeins niður - Bjóðum hættunnni heim og þeir refsa okkur. Frábært mark hjá Guðjóni.“

„Að sjálfsögðu viltu fá vítaspyrnu þegar það lyktar af vítaspyrnu. Samkvæmt mínum mönnum var þetta púra víti.“

Þórður Ingason, aðalmarkvörður Fjölnis var fjarri góðu gamni í dag. Ágúst segir að um agabann hafi verið að ræða.

„Við erum með frábæran markmann, Steinar, sem spilaði í dag. Hann spilaði frábæran leik og var öruggur. Flottur strákur. Þórður var ekki í dag því það var smá agabrot hjá honum þannig hann komst ekki í dag í þessum leik.“

„Það eru tvö stig á Valsarana og að sjálfsögðu reynum við að herja á það. Það hefði verið gott að fá einhverja sigra í þessum síðustu leikjum.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner