Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   þri 26. mars 2024 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Icelandair
Birkir.
Birkir.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Svenni.
Svenni.
Mynd: Mummi Lú
Fótbolti.net ræddi við tvær Tólfur á leikdegi í Wroclaw. Þeir Svenni og Birkir fóru yfir stöðuna og vakti víkingahjálmurinn lukku hjá heimamönnum í Wroclaw.

„Við höfum aldrei prófað svona úrslitaleik, þetta verður geggjað," sagði Svenni.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Það þurfti að vera í flýti að fá frí í vinnu, en strax á fimmtudag byrjað að hugsa um þetta," sagði Birkir.

Birkir var með glæsilegan víkingahjálm á höfðinu og komu tveir gangandi til hans og báðu um mynd í miðju viðtali.

„Við erum ekkert margir hér endilega úr Tólfunni, en eins og við höfum alltaf talað um að ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni. Ef þú nennir að syngja og tralla eins og Bjarki Már Elísson gerði um daginn þá er hann bara Tólfa. Það eru allir í Tólfunni," sagði Svenni.

Birkir spáir 1-1 jafntefli og að Hákon Rafn Valdimarsson verði hetjan í vítaspyrnukeppni. Svenni vonast eftir 1-0 sigri og að Albert Guðmundsson skori markið. „Hitt er alltof mikið stress."
Athugasemdir
banner
banner