Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 17. ágúst 2012 22:02
Brynjar Ingi Erluson
12 ára strákur kom inná sem varamaður í þriðju deildinni
Alex kemur inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik 12 ára gamall
Alex kemur inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik 12 ára gamall
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Valur Böðvarsson
Alex í leiknum í kvöld
Alex í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net Magnús Valur Böðvarsson
Það gerðist merkilegur atburður í þriðju deildinni í kvöld er Álftanes og Huginn mættust á Bessastaðavelli en 12 ára strákur kom inn á sem varamaður í fyrrnefnda liðinu.

Strákurinn sem um ræðir heitir Alex Þór Hauksson og eins og áður segir er einungis 12 ára gamall, en hann verður 13 ára í nóvember.

Hann er á yngra ári í fjórða flokki, en hann þykir gríðarlegt efni. Hann kom inn á gegn Huginn í kvöld er liðið tapaði með fimm mörkum gegn einu.

Fótbolti.net þorir ekki að fullyrða að Alex sé yngsti leikmaður sem hefur spilað á Íslandsmóti, en hann er alla vega meðal yngstu keppenda mótsins.

Álftanes er í sjötta sæti D-riðils þriðju deildarinnar með 14 stig þegar liðið á einungis einn leik eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner