Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rekinn eftir að hafa misst af umspilinu
Liam Rosenior.
Liam Rosenior.
Mynd: Getty Images
Liam Rosenior hefur verið rekinn úr stjórastarfinu hjá Hull City eftir að liðinu mistókst að komast í umspilið um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta herma heimildir Sky Sports.

Hinn 39 ára gamli Rosenior var ráðinn stjóri Hull í nóvember 2022. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í desember síðastliðnum en hefur núna verið látinn taka pokann sinn.

Hull tapaði 1-0 á Plymouth í lokaumferð Championship-deildarinnar og það varð til þess að Hull missti af sæti í umspilinu.

Hull endaði í sjöunda sæti Championship-deildarinnar, þremur stigum frá umspilinu.

Rosenior kom til greina sem stjóri ársins í Championship, en Kieran McKenna, stjóri Ipswich, vann þau verðlaun. Ipswich komst upp í ensku úrvalsdeildina.

Uppfært: Hull hefur staðfest að Rosenior hafi verið sagt upp störfum.

Athugasemdir
banner
banner
banner