Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Ég er rétti maðurinn til að snúa þessu við
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik ten Hag hefur verið duglegur að svara spurningum eftir hrikalegt gengi Manchester United að undanförnu, en meiðslahrjáðir lærisveinar Ten Hag töpuðu síðasta leik 4-0 á útivelli gegn Crystal Palace og hafa aðeins nælt sér í sjö stig úr síðustu sjö deildarleikjum.

Hollenski þjálfarinn verður líklega rekinn frá Man Utd eftir tímabilið og var hann spurður út í framtíð sína eftir tapið gegn Palace.

„Ég er ekki að hugsa um framtíðina, það eina sem ég er að hugsa um er að undirbúa liðið mitt sem best fyrir næsta leik. Við erum að glíma við mörg vandamál og við þurfum að gera betur," sagði Ten Hag.

„Ég er rétti maðurinn til að snúa þessu gengi við en við þurfum að hafa fleiri leikmenn til taks. Þegar við getum notað rétta leikmenn þá erum við með góðan leikmannahóp og getum gert góða hluti. Það er vandamál þegar okkur vantar nánast alla varnarlínuna."

Sofyan Amrabat, Amad Diallo og Ethan Wheatley komu inn af bekknum í 4-0 tapinu gegn Palace, enda var varamannabekkur Rauðu djöflanna afar þunnskipaður og innihélt nánast eingöngu táninga úr unglingaliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner