Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Courtois öflugur um helgina en spilar samt ekki gegn Bayern
Andriy Lunin verður í marki Real annað kvöld.
Andriy Lunin verður í marki Real annað kvöld.
Mynd: EPA
Real Madrid og Bayern München leika seinni undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á Santiago Bernabeu annað kvöld. Fyrri leikurinn í Bæjaralandi var stórskemmtilegur og endaði með 2-2 jafntefli.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur staðfest að Úkraínumaðurinn Andriy Lunin verði í markinu annað kvöld, þrátt fyrir frábæra frammistöðu Thibaut Courtois í 3-0 sigri gegn Cadiz um síðustu helgi.

Það var fyrsti leikur belgíska markvarðarins á tímabilinu en hann er mættur aftur eftir meiðsli.

„Lunin mun spila, ég hef ekki skipt um skoðun. Thibaut er kominn aftur eftir erfið meiðsli og þarf tíma til að ná fyrri styrk. Hann var virkilega góður gegn Cadiz en hefur samt ekki náð sínu besta," segir Ancelotti.

Miðjumaðurinn Aurelien Tchouameni missti af leiknum gegn Cadiz vegna meiðsla en æfði í morgun og er klár í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner