Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Snerist upp á hnéskelina en krossbandið hélt
Ívar meiddist gegn Vestra.
Ívar meiddist gegn Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, meiddist á hné í leik liðsins gegn Vestra. Hann var ekki með liðinu gegn Víkingi á sunnudag vegna meiðslanna.

Ívar sagði við Fótbolta.net að hann vonaðist til þess að krossbandið hefði sloppið. Á mbl.is segir að snúist hafi upp á hnéskelina sem hafi þó haldist á sínum stað. Þar er rifa í liðbandi en Ívar sleppur við að fara í aðgerð.

„Ekki er ljóst hvenær Ívar get­ur snúið aft­ur á völl­inn en talið að hann verið í það minnsta fjór­ar vikur frá keppni. Hann spil­ar varla aft­ur fyrr en í fyrsta lagi í tí­undu um­ferðinni þann 18. júní," segir í frétt á mbl.is.

Ívar er þrítugur og er alla jafna byrjunarliðsmaður í liði HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner