Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Enginn gulur veggur í Parísarborg
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PSG er 1-0 undir eftir fyrri leikinn.
PSG er 1-0 undir eftir fyrri leikinn.
Mynd: Getty Images
Í kvöld ræðst það hvort Borussia Dortmund eða Paris Saint-Germain fer í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Dortmund er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn en seinni leikurinn fer fram í París í kvöld.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson

PSG 2 - 1 Dortmund
PSG skorar sigurmarkið á síðustu sekúndu og tryggir liðinu framlengingu. Úrslitin munu ráðast í vítaspyrnukeppni og ég hallast að heimamönnum þar.

Viktor Unnar Illugason

PSG 2 - 1 Dortmund
PSG vinnur þennan leik 2-1 og klárar þetta svo í vító. Mbappe setur eitt mark og leggur upp.

Fótbolti.net - Elíza Gígja Ómarsdóttir

PSG 3 - 1 Dortmund
Dortmund með nokkuð óvæntan sigur í síðustu viku en ég held það dugi ekki til. Því miður fyrir þá gulklæddu og Jamie Carragher er enginn gulur veggur í Parísarborg og Mbappé og félagar klára þetta nokkuð þægilega.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 20
Fótbolti.net - 18
Ingólfur Sigurðsson - 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner