Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thiago Silva í Fluminense (Staðfest)
Thiago Silva.
Thiago Silva.
Mynd: EPA
Brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva hefur skrifað undir samning við Fluminense í heimalandinu.

Hann mun enda magnaðan feril sinn þar.

Það var tilkynnt nýverið að Silva myndi yfirgefa herbúðir Chelsea í sumar. Síðan hann kom á frjálsri sölu í ágúst 2020 hefur Brasilíumaðurinn spilað 151 leik fyrir Lundúnafélagið, unnið Meistaradeildina, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu.

Silva gekk í raðir Chelsea þegar Frank Lampard var stjóri og hefur einnig spilað undir stjórn Thomas Tuchel, Graham Potter og Mauricio Pochettino. Hann hefur spilað 34 leiki í ölum keppnum fyrir Chelsea á þessu tímabili, þar af eru 25 byrjunarliðsleikir í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 39 ára gamli miðvörður er uppalinn hjá Fluminense en gekk til liðs við AC Milan árið 2009. Hann gekk síðan til liðs við PSG árið 2012 þangað til hann færði sig yfir til Englands og skrifaði undir hjá Chelsea árið 2020.

Hann hefur auk þess spilað 113 landsleiki fyrir Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner