Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern kaupir Armindo Sieb til baka
Armindo Sieb í æfingaleik gegn Ajax sumarið 2021.
Armindo Sieb í æfingaleik gegn Ajax sumarið 2021.
Mynd: EPA
FC Bayern hefur ákveðið að nýta ákvæði sem gerir félaginu kleift að kaupa sóknarmanninn efnilega Armindo Sieb aftur til baka frá Greuther Fürth.

Bayern seldi Sieb ódýrt til Greuther Furth með endurkaupsrétti sumarið 2022 og hefur leikmaðurinn verið að gera frábæra hluti í næstefstu deild þýska boltans.

Sieb er kominn með 13 mörk og 3 stoðsendingar í 33 leikjum á tímabilinu, en Greuther Furth er í sjöunda sæti deildarinnar og á ekki möguleika á sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessum fregnum og bætir því við að Sieb muni skrifa undir þriggja eða fjögurra ára samning við Bayern. Hann verður strax sendur burt frá félaginu á lánssamningi.

Bayern borgar 1,5 milljón evra fyrir Sieb, eftir að hafa hleypt honum til Greuther Furth á lítinn sem engan pening.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner