Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique: Fótbolti getur verið svo ósanngjarn
Mynd: Getty Images
Mynd: PSG
Luis Enrique, þjálfari franska stórveldisins PSG, var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

PSG tapaði fyrri leiknum á útivelli og því kemst Dortmund í úrslitaleikinn eftir samanlagðan 2-0 sigur.

PSG var sterkari aðilinn í leiknum í dag en Dortmund skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu.

„Það er mjög erfitt fyrir okkur að samþykkja þetta. Við áttum skilið að vinna þennan leik miðað við færin sem við fengum. Við áttum 31 marktilraun og skutum fjórum sinnum í tréverkið. Fótbolti getur verið svo ósanngjarn," sagði Enrique að leikslokum.

„Ég vil óska Dortmund til hamingju, þeir eru með frábært lið og ég vona að þeir vinni úrslitaleikinn."

Enrique segir að það þýði ekkert að gefast upp á þessum tímapunkti. PSG mun reyna að vinna Meistaradeildina aftur á næsta ári.

„Þetta er sorgleg stund fyrir okkur og það er undir okkur komið að gera betur næst. Við erum ábyrgir fyrir því að skapa eitthvað sérstakt og á næstu leiktíð munum við reyna að vinna þessa keppni."

Til gamans má geta að PSG skaut einnig tvívegis í markstangir í fyrri leiknum í Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner