banner
lau 27.okt 2012 16:39
Elvar Geir Magnśsson
Sverrir Garšarsson ķ Fylki (Stašfest)
watermark Sverrir ķ barįttunni meš Haukum ķ sumar.
Sverrir ķ barįttunni meš Haukum ķ sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliši Breišfjörš
Nś rétt ķ žessu var Sverrir Garšarsson aš skrifa undir eins įrs samning viš Fylki. Sverrir er 28 įra gamall og kemur frį Haukum en hann er grķšarlega sterkur varnarmašur sem hefur veriš einstaklega óheppinn meš meišsli į sķnum ferli.

Sverrir er uppalinn FH-ingur en fór ungur til Noregs žar sem hann var į mįla hjį Molde. Hann kom sķšan aftur ķ FH og var lykilmašur ķ FH lišinu įrin 2003 og 2004 en sķšara įriš unnu FH-ingar sinn fyrsta Ķslandsmeistaratitil sem var upphafiš af gullaldartķmabili FH-inga.

Hann lenti ķ erfišum meišslum fyrir tķmabiliš 2005 og var frį keppni ķ tvęr leiktķšir. Hann sneri svo aftur ķ liš FH įriš 2007 žar sem hann įtti frįbęrt sumar og spilaši 17 leiki og vann sér sęti ķ ķslenska landslišinu žar sem hann spilaši gegn Dönum į Parken.

Sęnska lišiš Sundsvall keypti hann snemma įrs 2008 og spilaši hann 16 deildarleiki meš félaginu. Enn og aftur fór hann til FH-inga og spilaši 8 deildarleiki sumariš 2009.

Ķ maķ 2010 var tilkynnt aš Sverrir vęri hęttur knattspyrnuiškun vegna höfušmeišsla.

Um sumariš fór hann sķšan aš ęfa handbolta meš FH. Hann tók knattspyrnuskóna aftur upp fyrir sumariš 2011 en hann fékk žį sérśtbśinn hjįlm. Hann meiddist hins vegar rétt fyrir tķmabiliš og žurfti aš fara ķ ašgerš į lišžófa og spilaši žvķ ekkert sumariš 2011.

Sverrir gekk ķ rašir ĶBV sķšastlišinn vetur og lék meš lišinu ķ Lengjubikarnum. Hann yfirgaf žó herbśšir Eyjamanna ķ aprķl og gekk til lišs viš Hauka ķ 1. deildinni žar sem hann spilaši 15 leiki ķ deilidinni į sķšustu leiktķš og nįši aš halda sig žokkalega meišslafrķum.

Enginn efast um hęfni Sverris sem leikmanns og eru Fylkismenn bśnir aš tryggja sér feykilega öflugan leikmann sem vonandi nęr aš halda sér heilum og nżtast Fylkislišinu nęsta sumar.

Af vefsķšunni fylkismenn.is
Athugasemdir
banner
Nżjustu fréttirnar
banner
Gylfi Žór Orrason
Gylfi Žór Orrason | mįn 19. nóvember 17:30
Heišar Birnir Torleifsson
Heišar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ašsendir pistlar
Ašsendir pistlar | miš 31. október 17:00
Jóhann Mįr Helgason
Jóhann Mįr Helgason | mįn 15. október 09:30
Elvar Geir Magnśsson
Elvar Geir Magnśsson | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnśsson
Elvar Geir Magnśsson | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnśsson
Elvar Geir Magnśsson | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnśsson
Elvar Geir Magnśsson | miš 15. įgśst 14:18
No matches