Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 06. júlí 2016 11:02
Jóhann Ingi Hafþórsson
Messi dæmdur í tæplega tveggja ára fangelsi
Lionel Messi er kominn í basl.
Lionel Messi er kominn í basl.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hefur verið dæmdur í 21 mánaða fangelsi fyrir skattsvik en spænsk blöð greina frá þessu.

Jorge Messi, pabbi leikmannsins hefur einnig verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir sama glæp en talið er að þeir hafi svikið 4.1 milljón evra í skatt.

Talið er að peningar feðganna hafi verið faldir í Belís og Úrúgvæ og hafi þeir þannig svikið undan skatti.

Messi hefur alltaf haldið því fram að hann sjái ekki um eigin fjármál og viti því ekki neitt.

Lög á Spáni eru hins vegar þannig að hægt er að taka út refsingu undir tveggja ára skilorðsbundið og er því ólíktlegt að Messi og pabbi hans fari í fangelsi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner