Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 08. júlí 2017 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frederik Schram: Íslenska landsliðið er stærsti draumurinn
Frederik dreymir um íslenska landsliðið.
Frederik dreymir um íslenska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik August Albrecht Schram er í dag 22 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands og dreymir um A-landsliðið.

Frederik er ekki gífurlega þekktur hér á landi, hann hefur aldrei búið hér og aldrei spilað með íslensku liði. Hann spilar þó með Íslandi, þar sem hann á íslenska móður.

Í viðtali við sn.dk segist Frederik einfaldlega elska Ísland og honum dreymir um að verja mark íslenska landsliðsins.

Hann segir fótboltamenn á Íslandi vera með einstakt hugarfar, þeir séu tilbúnir að berjast eins og vitleysingar til að vinna fótboltaleik.

„Ísland er nokkuð einangrað land, og einn af möguleikunum til þess að komast annað er í gegnum fótbolta eða aðrar íþróttir. Þess vegna berjast þeir eins og vitleysingar, svo önnur lið fylgist með þeim. Á Íslandi fara börn í skóla og síðan fara þau að hreyfa sig, í Danmörku fara þau heim og spila tölvuleiki."

„Mörg dönsk börn eru spillt og halda að þetta komi beint í hendurnar á sér, en það gerir það ekki."

Í viðtalinu er hann spurður að því hvort honum líði eins og hann sé meiri Íslendingur en Dani.

„Ég á vini og fjölskyldu hérna og ég tala dönsku, en mér líður líka eins og Íslendingi. Ég tala íslensku, ekki sérstaklega góða, þegar ég tala við afa minn, en annars er ég Dani þegar ég er hér. Þegar ég er þarna (Á Íslandi) þá er ég Íslendingur."

Í dag spilar hann með Roskilde og honum dreymir um að spila reglulega með íslenska landsliðinu. Hann spilaði sinn fyrsta A-lansleik gegn Mexíkó í Las Vegas í byrjun árs.

„Minn stærsti draumur er að vera reglulega í íslenska landsliðinu, en mig langar líka að fara erlendis og spila í stóru félagi. Enska úrvalsdeildin er draumurinn."

Sjá einnig:
Hefur aldrei búið á Íslandi en var valinn í A-landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner