Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 25. nóvember 2017 10:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Mourinho gagnrýnir Mkhitaryan - Er hann á förum?
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
„Ég var ekki sáttur með síðustu frammistöðu hans," segir Jose Mourinho, stjóri Manchester United, aðspurður út í Armenann Henrikh Mkhitaryan og frammistöðu hans.

Eftir fína byrjun á tímabilinu hefur Mkhitaryan dalað mjög. Hann hefur hreint út sagt verið mjög slakur í undanförnum leikjum og stuðningsmenn United höfðu kallað eftir því í nokkurn tíma að sá armenski yrði tekinn út úr byrjunarliðinu og varð Mourinho loksins að ósk þeirra í síðasta leik, gegn Newcastle.

Mkhitaryan hefur skorað tvisvar í 16 leikjum á tímabilinu.

„Þetta var ekki ein eða tvær slæmar frammistöður, þetta voru þrjár, fjórar og fimm," sagði Mourinho jafnframt.

„Hann byrjaði vel á tímabilinu, en frammistaða hans, markaskorun, stoðsendingar, hápressa, að fá liðið með sér sem tía og allt hitt var á niðurleið skref fyrir skref."

„Það var nóg til þess að hann missti sæti sitt vegna þess að aðrir hafa unnið fyrir því að fá tækifæri. Allir vinna fyrir því að fá tækifæri. Svo einfalt er það."

Mkhitaryan var keyptur til United fyrir síðasta tímabil frá Dortmund. En Dortmund hefur verið þekkt fyrir það að kaupa leikmenn aftur sem þeir hafa misst til annarra liða. Dæmi um það eru Shinji Kagawa, Mario Götze og Nuri Sahin. Verður Mkhitaryan næstur?
Athugasemdir
banner
banner
banner