Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   fös 02. mars 2018 18:30
Ingólfur Stefánsson
Mourinho reiknar með að Zlatan fari næsta sumar
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho stjóri Manchester United reiknar með því að sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic yfirgefi félagið í lok tímabilsins.

Zlatan hefur átt erfitt með að koma sér í almennilegt form eftir slæm hnémeiðsli sem hann varð fyrir á síðasta tímabili og héldu honum frá leik í sjö mánuði.

Hann lék síðast leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Burnley á öðrum degi jóla.

Mourinho sem þjálfaði Zlatan einnig hjá Inter á sínum tíma finnur til með leikmanninum.

„Við reiknum öll með því að þetta sé síðasta tímabil hans með Manchester United. Hvort hann haldi áfram að spila annarsstaðar verður erfið ákvörðun fyrir hann."

„Hann er ekki meiddur í augnablikinu. En er hann fullkomlega ánægður, tilbúinn og viss um að hann sé í standi til þess að hjálpa liðinu? Nei. En hann er svo heiðarlegur einstaklingur og algjör meistari, hann vill bara koma til baka ef hann er algjörlega tilbúinn til þess."

„Hann er að leggja hart að sér og vonandi mun hann ná því."

Athugasemdir
banner
banner
banner