Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 12. apríl 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger leikur eftir það sem Mourinho gerði í fyrra
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að gera það sama og Jose Mourinho gerði með Manchester United í fyrra.

Þegar nokkrar umferðir voru eftir í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili ákvað Mourinho að leggja allt púður í að sigra Evrópudeildina, sem honum svo tókst, og enska úrvalsdeildin varð að eins konar aukaverkefni fyrir þann portúgalska.

Nú hefur Wenger heitið því að einbeita sér að Evrópudeildinni og reyna að fara alla leið í þeirri keppni.

„Evrópudeildin er mjög mikilvæg fyrir okkur, allir vita það vegna þess að við eigum lítinn möguleika á því að komast ofar í ensku úrvalsdeildinni. Við einbeitum okkur að Evrópudeildinni," sagði Wenger á blaðamannafundi í gær.

Arsenal mætir CSKA Moskvu í seinni leik sínum í 8-liða úrslitum Evrópudeildinnar í kvöld. Fyrri leikurinn í Lundúnum endaði 4-1 fyrir Arsenal og staða liðsins er því góð fyrir kvöldið.

Arsenal er 13 stigum frá Meistaradeildarsæti í ensku deildinni en sigur í Evrópudeildinni veitir þáttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.



Athugasemdir
banner
banner
banner