Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 26. júlí 2018 14:06
Elvar Geir Magnússon
Sir Alex sendir þakkarkveðju - Sjáðu myndbandið
Sir Alex hefur náð miklum bata.
Sir Alex hefur náð miklum bata.
Mynd: MUTV
Í kveðjunni segir Sir Alex að hann muni bráðlega vera mættur aftur í stúkuna að horfa á Manchester United.
Í kveðjunni segir Sir Alex að hann muni bráðlega vera mættur aftur í stúkuna að horfa á Manchester United.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann dvaldist á sjúkrahúsi vegna alvarlegs heilablóðfalls.

Þessi 76 ára fyrrum stjóri Manchester United segir að hann myndi ekki „sitja hér í dag" ef ekki væri fyrir færni og umönnun starfsfólks sjúkrahússins. Hann fór í aðgerð vegna heilablóðfalls í maí.

Manchester United sendi út myndband með þakkarkveðju Skotans þar sem hann þakkar meðal annars fyrir allan stuðninginn og kveðjurnar sem hann fékk vegna veikinda sinna.
Skotinn þakka

Myndbandið er 48 sekúndur að lengd en þar sendir hann meðal annars kveðju til liðs Manchester United og Jose Mourinho og óskar þeim góðs gengis á komandi tímabili.

Sir Alex hætti sem stjóri United í maí 2013 eftir að hafa unnið 38 bikara á 26 árum við stjórnvölinn. Hann er sigursælasti stjóri í sögu breskrar knattspyrnu. Hann vann úrvalsdeildina þrettán sinnum, Meistaradeildina tvisvar og FA-bikarinn fimm sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner