Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 08. október 2018 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Real Madrid er besta félag í heimi
Hazard er búinn að vera frábær fyrir Chelsea.
Hazard er búinn að vera frábær fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, sem hefur stórkostlegur í upphafi tímabils, er ekki viss um hvort hann ætli að skrifa undir samning við Chelsea eða reyna að koma sér til Real Madrid.

Núgildandi samningur Hazard við Chelsea rennur út 2020 en hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid. Hann var orðaður við Madrídarliðið í sumar eftir að Cristiano Ronaldo fór til Juventus en það varð ekkert úr því.

Thibaut Courtois fór frá Chelsea í sumar, til Real Madrid. Hann hætti að mæta á æfingar hjá Chelsea til að koma sér til Madrídar en Hazard ætlar ekki að vera með neitt þannig vesen. „Ég vil ekki að álíka gerist hjá mér."

„Ég vil það sem er gott fyrir mig en ég vil líka það sem er gott fyrir félagið vegna þess að þetta félag hefur gefið mér allt," sagði Hazard við blaðamenn eftir 3-0 sigur á Southampton í gær.

„Ég vil ekki segja að ég ætli að skrifa undir samning og enda svo ekki á að gera það. Ég sé til. Stundum vakna ég á morgnana og hugsa um að ég vilji fara."

„Þetta er erfið ákvörðun, þetta er framtíð mín. Ég er 27 ára og verð 28 ára í janúar."

Hazard talaði um það í sumar að hann vildi fara til Real Madrid, hann segir það draum sinn að spila fyrir félagið.

„Real Madrid er besta félag í heimi, ég vil ekki ljúga. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að spila fyrir Real Madrid. Við munum sjá til. Ég vil ekki tala um þetta á hverjum degi, ég hef ekki tíma í það. Við munum fljótlega tala um framtíð mína," sagði Hazard.

„Ef ég fer þá verð ánægður, ef ég verð hér áfram þá verð ég ánægður. Það er ekki þannig að ef ég þá verð ég ánægður og ef ég verð áfram þá verð ég óánægður, það er ekki þannig."
Athugasemdir
banner
banner
banner