Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 29. desember 2018 17:37
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri: Ég vildi drepa Kamara
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic gerði eina mark leiksins er Fulham lagði Huddersfield að velli í enska boltanum í dag.

Mitrovic skoraði á síðustu mínútum leiksins, skömmu eftir að Aboubakar Kamara klúðraði vítaspyrnu fyrir heimamenn.

Claudio Ranieri, stjóri Fulham, var ekki sáttur með Kamara, enda átti hann aldrei að taka vítaspyrnuna.

„Ég sagði Kamara að skilja boltann eftir fyrir Mitrovic því hann er vítaskyttan okkar. Kamara hlustaði ekki, hann sýndi mér, félaginu, liðinu og stuðningsmönnum vanvirðingu með þessari ákvörðun sinni," sagði Ranieri.

„Ég er búinn að tala við hann og segja honum að þetta hafi verið rangt. Ég vildi drepa hann þegar hann tók boltann upp."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner