Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 26. mars 2019 13:53
Ívan Guðjón Baldursson
Svartfjallaland styður rannsókn - Tekið fyrir á breska þinginu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusambandið í Svartfjallalandi er búið að gefa út yfirlýsingu vegna meintra kynþáttafordóma stuðningsmanna landsliðsins í 1-5 tapi gegn Englandi í gærkvöldi. Apahljóð heyrðust úr stúkunni og er evrópska knattspyrnusambandið búið að gefa út ákæru.

„Til að virða reglurnar munum við ekki tjá okkur um ákæruna og leyfa UEFA að framkvæma sína rannsókn. Við viljum nýta tækifærið til að taka fram að knattspyrnusamband Svartfellinga hefur alltaf staðið á móti kynþáttafordómum og barist gegn þeim jafnt innan sem utan vallar. Svartfjallaland er fjölbreytt þjóð og hér er ekkert pláss fyrir rasisma," segir í yfirlýsingunni.

„Knattspyrnusambandið mun gera allt í sínu valdi til að bera kennsl á þá áhorfendur sem sýndu fordóma. Þegar þeir finnast munu þeir verða sendir í lífstíðarbann frá öllum leikjum sem eru skipulagðir af knattspyrnusambandinu."

Mikið hefur verið rætt um málið í enskum fjölmiðlum og var það tekið fyrir á breska þinginu í dag.



Athugasemdir
banner
banner