Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 17. apríl 2009 07:39
Magnús Már Einarsson
2.deild: Hvað er að frétta af ÍH/HV
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá ÍH í fyrra.
Úr leik hjá ÍH í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Hamrarnir/Vinir fagna sigri í 3.deildinni í fyrra.
Hamrarnir/Vinir fagna sigri í 3.deildinni í fyrra.
Mynd: Hamrarnir/Vinir
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild

Hamrarnir/Vinir og ÍH munu stilla fram sameiginlegu liði í annarri deildinni í sumar og í dag er kíkt á stemninguna hjá þeim. Mikael Nikulásson annar af þjálfurum liðsins sat fyrir svörum.

Hvernig er stemningin hjá Hömrunum/Vinum/ÍH þessa dagana? Stemmningin er bara fín, svona ágætis mynd að koma á þetta og menn bíða bara spenntir eftir því að þessu ”frábæra” undirbúningstímabili ljúki og íslandsmótið fari að byrja.

Hvernig hafa fyrstu mánuðirnir í samstarfi liðanna gengið? Þetta hefur allt verið á uppleið. Tók að sjálfsögðu smá tíma að stilla þetta saman eins og gengur og gerist en þetta er að verða meira svona eitt lið núna. Tókum 2 góða leiki í DB fyrir norðan í byrjun apríl og þá fyrst fannst okkur þetta svona almennilega vera að smella og vonandi heldur þetta bara áfram að fara uppávið.

Hafa nýjir menn komið inn í liðið eða er þetta kjarninn úr Hömrunum/Vinum og ÍH frá því í fyrra? Kjarninn er úr þessum 2 liðum en bæði liðin hafa misst sterka leikmenn frá því í fyrra og lítið komið í staðinn af mönnum þannig að þetta var kannski ágætt fyrir bæði lið á þessum tímapunkti þessi sameining þótt ég ætli nú ekki að fara að þakka stjórn Tindastóls fyrir þeirra framlag í þessa sameiningu.

En við erum búnir að fá 2 sterka leikmenn til okkar á undanförnum vikum sem styrkja liðið verulega. Sigurð Skúla Eyjólfsson fyrrum leikmann KA og Bjarna Frey Guðmundsson, strákur sem hefur verið meiddur ansi lengi en er fínn fótboltamaður og styrkir okkar lið. Við vonumst svo til að styrkja okkur helst með svona 2 leikmönnum í viðbót fyrir mót en það er bara eitthvað sem á eftir að koma í ljós enda ekkert auðvelt eins og staðan er í dag að fá sterka leikmenn.

Í hvaða búningum mun félagið liðið í sumar? Það er verið að vinna í þeim málum en liðið mun allavegna líta vel út á velli það er á hreinu.

Hvar mun liðið leika heimaleiki sína? Á Ásvöllum

Hvernig hefur undirbúningstímabilinu hjá ykkur verið háttað? Við byrjuðum ekki að æfa fyrr en um 15 janúar sem er nú fullseint. Höfum 4 æfingar í viku á velli, 2 á gervigrasinu á ávöllum og 2 í Risanum í kaplakrika. Höfum einfaldlega bara notað þessar æfingar og verið með útilhlaup 2x í viku fyrir æfingarnar í risanum. Síðan höfum við spilað um 1 æfingaleik á viku að meðaltali. Þannig að þetta hefur bara verið fínt. Lyftingar og aðrar aukaæfingar eru bara í höndum leikmannanna sjálfra.

Ertu sáttur við spilamennsku liðsins í Lengjubikarnum og æfingaleikjum til þessa? Nei heilt yfir erum við ekkert sérstaklega sáttir. En eins og ég sagði hér að ofan hefur verið uppgangur í þessu hjá okkur og sérstaklega vorum við sáttir heilt yfir við þessa leiki á akureyri og spiluðum þar áður ágætis leik á móti Gróttu í DB sem við töpuðum reyndar. Fram að því hafði þetta verið frekar dapurt hjá okkur sem var kannski að einhverju leyti eðliegt miðað við allar breytingarnar. Spiluðum síðan í vikunni æfingaeik á móti hvöt og vorum hundlélegir þannig að þetta er ennþá svona upp og niður hjá okkur.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið? Markmiðið er að festa sig í sessi og vera fyrir ofan miðja deild. En til þess að það takist þurfa menn að vera með hausinn rétt skrúfaðan á allt sumarið, ekki bara í vissum leikjum og missa hann svo alveg í öðrum. Að mínu mati getur þetta lið hjá okkur alveg verið í toppbaráttu í þessari deild en því miður svo auðveldega verið á botninum líka. Þetta fer allt eftir því hvað menn vilja og nenna að leggja á sig.

Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 2. deildinni í sumar? Sýnist að það sé ljóst að Njarðvík og Grótta séu best mönnuðu liðin í þessari deild þetta sumarið og þau 2 hljóta að vera mjög líkleg til að fara upp. Að fá mann eins og Stjána Finnboga í markið vil ég meina að ættu að vera einhver 30 stig klár fyrir Gróttuna. Reynir S, Víðir og jafnvel Hvöt munu berjast við þau, en annars held ég að 2 deildin verði ekkert ósvipuð og á síðasta ári, allir munu geta unnið alla.

Eitthvað að lokum? Já vonast bara eftir góðu og skemmtilegu fótboltasumri og liðin hafi nú metnað í það að taka stigin sín á vellinum en ekki í einhverjum dómsölum !
Athugasemdir
banner
banner