Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 29. apríl 2009 06:00
Magnús Már Einarsson
2.deild: Hvað er að frétta af BÍ/Bolungarvík?
Mynd: BÍ/Bolungarvík
Mynd: BÍ/Bolungarvík
Mynd: BÍ/Bolungarvík
Mynd: BÍ/Bolungarvík
Mynd: BÍ/Bolungarvík
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.

Í dag er ferðinni heitið á Vestfirði þar sem stemningin er skoðuð hjá BÍ/Bolungarvík en liðið leikur í annarri deildinni í sumar eftir að hafa komist upp úr þeirri þriðju í fyrra.

Sigursveinn Sv. Gíslason fyrirliði liðsins svaraði nokkrum spurningum.


Hvernig er stemningin hjá BÍ/Bolungarvík þessa dagana?
Stemningin hjá okkur er bara nokkuð frábær, við erum gríðarlega spenntir fyrir komandi móti, þar sem langt hefur liðið síðan knattspyrnulið frá vvestfjörðum var í 2.deild. Það bíður okkur spennandi áskorun og margir sem aldrei hafa spilað ofar en 3.deild sem vilja sanna sig á hærra "leveli".

Átta ár eru síðan að lið frá Vestfjörðum lék í 2.deildinni. Er mikil tilhlökkun fyrir sumrinu?
Eins og ég sagði, þá eru margir í liðinu sem hafa aldrei gert neitt á hærra plani en 3.deild, og við erum með mjög ungt og hungrað lið, þetta er áskorun sem félagið fagnar gríðarlega. Og þar sem lið frá Vestfjörðum hafa verið frekar undir radarnum síðustu 8 ár og jafnvel lengur, þá er kominn tími á við sýnum hvað hægt er að gera með knattspyrnu hérna fyrir vestan.

Eru miklar breytingar á liði ykkar frá því síðastliðið sumar? Nei í rauninni ekki, við vorum með 2 útlendinga í fyrra, makedóna og serba, þeir fóru aftur til sinna heimahaga og við munum fá 2 nýja inn núna á næstunni. Svo fengum við flottann liðsstyrk í Róberti Erni Óskarssyni frá FH, fyrrverandi fyrirliði okkar, Sigþór Snorrason, kom einnig heim aftur eftir dvöl í Leikni R. en annars hefur okkur tekist að halda mannskapnum. Svo auðvitað þurfti þjálfarinn okkar frá því í fyrra, Slobodan Milisic að hætta vegna veikinda, og óska allir hjá félaginu honum allt það besta og þökk fyrir frábær störf, og þá hefur Dragan Kazic, sem þjálfaði með Milan Jankovic hjá Grindavík tekið við þjálfun, og ekki er síðri mann að finna í honum.

Má búast við að fleiri leikmenn muni bætast í leikmannahóp ykkar fyrir sumarið?
Eins og er þá erum við að bíða eftir 2 erlendum leikmönnum, en annars er ekki búist við meiri liðsstyrk, við höfum fulla trú á að hópurinn okkar frá því í fyrra hafi alla þá getu og allt sem þarf til fyrir komandi verkefni.

Er mikill fótboltaáhugi á Ísafirði og í Bolungarvík? Áhuginn er mjög góður, og hefur bara aukist síðan okkur tókst að vinna okkur sæti í 2 deild, en eins og með flest allt, þá má alltaf bæta. Það getur ekki skaðað okkur að finna fyrir gríðarlegum áhuga, en það eru margir sem koma að félaginu og margir góðir velunnarar sem við eigum margt að þakka. Og við búumst að sjálfsögðu við engu öðru en miklum áhuga frá báðum bæjarfélögum um leið og mót byrjar.

Hvernig hefur undirbúningstímabilinu hjá ykkur verið háttað? Það hefur nú ekki einkennst af miklu, þar sem peningar hafa verið takmarkaðir eftir nýliðna atburði í þjóðfélaginu, þá höfum við lítið getað ferðast út fyrir bæjarmörkin, og þar af leiðandi höfum við aðeins spilað 4 leiki í deildarbikar, og þar sem einnig hefur verið mjög snjóþungt hér fyrir vestan, þá höfum við ekki einu sinni getað æft utandyra eða þá á einhverjum almennilegum velli fyrr en fyrir um 2 vikum síðan.

Ertu sáttur við spilamennsku liðsins í Lengjubikarnum og í æfingaleikjum til þessa? Við höfum einungis spilað í Lengjubikarnum til þessa og ég verð að vera sáttur með það, við æfum ekki við sömu aðstæður og liðin fyrir sunnan sem við erum að spila við, og við erum að koma ágætlega út úr þessu, við gætum að sjálfsögðu verið að gera mun betur heldur en við höfum gert, en það mun allt koma. Og svo verður það að telja að við erum að spila 2 leiki á 2 dögum sem er rosalega þreytandi á líkamann. Þannig að við erum að koma mjög ágætlega út úr þessum leikjum.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið?
Þar sem við erum nýliðar þá má ekki gera sér of háleit markmið, þannig við byrjum á að halda okkur uppi. En satt að segja er það engan veginn nóg fyrir strákana í liðinu, þar sem þetta er ný og spennandi áskorun, og vettvangur til að sanna sig sem leikmenn á hærra plani heldur við höfum spilað á síðan liðið var stofnað, þannig það verður barist fyrir öllu eins og engin sé morgundagurinn! Svo verður bara að vona það besta, en hver er sinnar lukku smiður.

Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 2. deildinni í sumar? Ég hef kannski ekki verið sá besti í að kynna mér hin liðin í deildinni, en ég held að ég komist ekki hjá því að telja Njarðvíkinga sigurstranglega, svo er spurning hvernig reynsluboltarnir hjá Gróttu munu spila, hörkuhópur þar. En í gríðarlegu bjartsýniskasti ætla ég að segja að BÍ/Bolungarvík muni vinna deildina :)

Eitthvað að lokum? Gangi öllum knattspyrnuliðum vel á komandi íslandsmóti og haldið þið áfram frábæru starfi fyrir íslenska knattspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner