Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   sun 01. september 2019 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári um Pogba: Getur gert mann bilaðan
Mynd: Getty Images
Paul Pogba átti ekki góðan þegar Manchester United gerði 1-1 jafntefli gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Pogba virkaði áhugalaus á miðsvæðinu.

Hann ýjaði að því í sumar að hann vildi fara frá Manchester United í sumar og hafði Real Madrid mikinn áhuga. United hafði hins vegar ekki áhuga á því að selja og verður Pogba áfram hjá félaginu.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsfyrirliði, var langt frá því að vera hrifinn af frammistöðu Pogba í gær. Hann gagnrýndi franska landsliðsmanninn í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í dag.

„Hann minnti mig á leikmann sem var settur í varaliðið til að koma sér í leikform. Hann getur gert mann bilaðan. Hann er það góður, hann er það stór, hann er það sterkur, en maður er að horfa á hann missa boltann trekk í trekk og senda boltann beint út af - þriggja metra sendingar. Ég meina, þetta er heimsmeistari í fótbolta."

„Þetta gerir mig pirraðan og ég er ekki United-maður."

„Hann á að vera leiðtogi í þessu liði, en ég get ímyndað mér að það sé erfitt og skrautlegt að vera þjálfari hans."

„Þetta á að vera leikmaðurinn sem á að geta rifið Manchester United upp aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner