Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   sun 28. apríl 2024 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Darmstadt er fallið
Mynd: Getty Images
Darmstadt er fallið niður í þýsku B-deildina eftir 1-0 tap liðsins gegn Heidenheim í dag.

Bæði félög eru nýliðar í deildinni þetta árið en Heidenheim hefur gert töluvert betri hluti en Darmstadt á leiktíðinni.

Fyrir leikinn var vitað mál að Darmstadt þyrfti öll stigin til að eiga möguleika á að halda sér uppi.

Þrátt fyrir ágætis baráttu var það Heidenheim sem skoraði eina mark leiksins. Grimm leið til að falla niður um deild en markið kom á 90. mínútu og eftir klaufaleg mistök hjá varnarmanni Darmstadt sem var klobbaður áður en Nikola Dovedan setti boltann í netið.

Köln er enn í baráttu um að halda sér uppi. Liðið náði í mikilvægt stig í 1-1 jafnteflinu gegn Mainz í dag. Florian Kainz jafnaði með marki úr víti undir lok leiks.

Köln er í næst neðsta sæti með 23 stig en Mainz í sætinu fyrir ofan með 28 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Mainz 1 - 1 Koln
1-0 Leandro Martins ('29 )
1-0 Gian-Luca Waldschmidt ('48 , Misnotað víti)
1-1 Florian Kainz ('90 , víti)
Rautt spjald: Philipp Mwene, Mainz ('90)

Borussia M. 0 - 0 Union Berlin

Darmstadt 0 - 1 Heidenheim
0-1 Nikola Dovedan ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 33 27 6 0 87 23 +64 87
2 Bayern 33 23 3 7 92 41 +51 72
3 Stuttgart 33 22 4 7 74 39 +35 70
4 RB Leipzig 33 19 7 7 75 37 +38 64
5 Dortmund 33 17 9 7 64 43 +21 60
6 Eintracht Frankfurt 33 11 13 9 49 48 +1 46
7 Hoffenheim 33 12 7 14 62 64 -2 43
8 Freiburg 33 11 9 13 44 56 -12 42
9 Heidenheim 33 9 12 12 46 54 -8 39
10 Augsburg 33 10 9 14 49 58 -9 39
11 Werder 33 10 9 14 44 53 -9 39
12 Wolfsburg 33 10 7 16 40 53 -13 37
13 Gladbach 33 7 13 13 56 63 -7 34
14 Bochum 33 7 12 14 41 70 -29 33
15 Mainz 33 6 14 13 36 50 -14 32
16 Union Berlin 33 8 6 19 31 57 -26 30
17 Köln 33 5 12 16 27 56 -29 27
18 Darmstadt 33 3 8 22 30 82 -52 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner