Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 01. október 2019 10:18
Magnús Már Einarsson
Aubameyang var hissa á að heyra í flautunni fyrir markið
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Manchester United í gær eftir að aðstoðardómari hafi lyft flaggi sínu til marks um rangstöðu.

Rangstaðan var rangur dómur og myndbandsdómarar ákváðu að markið skildi standa.

Aubameyang segir að Kevin Friend, dómari leiksins, hafi flautað rangstöðu áður en hann skoraði en ekki eru allir á sama máli um hvort flautið hafi komið fyrir eða eftir markið.

„Ég passaði upp á að vera ekki rangstæður og ég var hissa þegar dómarinn flautaði en ég kláraði færið eins og vanalega. Ég reyni alltaf að skora þó að ég heyri í flautunni," sagði Aubameyang við Sky Sports eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner