Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 02. maí 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2. deild: 3. sæti
Vestri
Úr leik hjá Vestra síðasta sumar.
Úr leik hjá Vestra síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Bjarni Jóhannsson tók við Vestra.
Bjarni Jóhannsson tók við Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
Elmar Atli Garðarsson.
Elmar Atli Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
James Mack gekk í raðir Vestra.
James Mack gekk í raðir Vestra.
Mynd: Vestri
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3. Vestri, 187 stig
4. Völsungur, 160 stig
5. Leiknir F., 145 stig
6. Kári, 142 stig
7. Þróttur V., 141 stig
8. Huginn, 122 stig
9. Víðir, 103 stig
10. Fjarðabyggð, 86 stig
11. Höttur, 40 stig
12. Tindastóll, 36 stig

3. Vestri
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í 2. deild
Vestri olli miklum vonbrigðum í deildinni í fyrra. Liðinu var spáð öðru sæti hér á Fótbolta.net en lenti í níunda sæti. Ljóst er að liðið ætlar sér að gera betri hluti núna í ár.

Þjálfarinn: Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson er tekinn við Vestra. Bjarni hefur á löngum ferli þjálfað Grindavík, Fylki, ÍBV, Breiðablik, Stjörnuna og KA. Hann hefur mest af þjálfað í Pepsi-deildinni þannig að þetta verður ný reynsla fyrir hann.

Styrkleikar: Þjálfarinn er einn sá reynslumesti í bransanum hér á landi. Hann er að fara að sjá til þess að þetta Vestra-lið er ekki að fara að vera í einhverri fallbaráttu. Liðið hefur sótt góða leikmenn með reynslu hér á landi. Markaskorun ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir Vestra. Liðið skoraði 18 mörk í Mjólkurbikarnum um daginn og það virðast vera margir sem geta skorað mörkin í þessu liði.

Veikleikar: Liðið tapaði gegn liðum eins og KFG og Augnblik í Lengjubikarnum og þarf að sýna betri frammistöðu en þar í sumar. Liðið olli mestum vonbrigðum af öllum liðum deildarinnar í fyrra. Eru menn búnir að jafna sig á því? Liðið sýndi góðar rispur inn á milli í fyrra. Í sumar þarf liðið að sýna miklu fleiri góðar rispur til þess að eiga möguleika á því að gera eitthvað. Vestri missti tvo af sínum bestu leikmönnum í vetur, Aurelien Norest og Mehdi Hadraoui. Vonandi fyrir Vestramenn hefur skarð þeirra verið nægilega vel fyllt.

Lykilmenn: Daði Freyr Arnarsson, Elmar Atli Garðarsson og James Mack.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra:
„Þetta er fín spá. Við höfum verið að þétta raðirnar nú á síðustu vikum og eru komnir með góðan hóp sem er klár í slaginn. Auðvitað er þetta bara spá og við vitum að allt getur gerst. Getumunur liða í þessari deild er lítill og því spennandi mót framundan. Leikmannabreytingar liða í 2.deild milli ára eru ótrúlegar og því erfitt að spá. Frá því að við spáðum þar til nú hafa átt sér stað 10-15 félagaskipti og eiga sjálfsagt eftir að verða annað eins þar til glugginn lokar um miðjan maí. Deildin verður hörð og erfið. Liðin eru að leggja mikið í þetta og löng og ströng ferðalög eru framundan þar sem liðin eru frá öllum landshornum. Okkar markmið eru að berjast í toppnum og gera harða atlögu að Inkasso-deildinni. Liðið endaði í 9.sæti í fyrra og þar viljum við ekki vera."

Er von á frekari liðsstyrk á næstu misserum?

„Ef leikmenn sem styrkja liðið bjóðast og vilja koma í „Vilta Vestrið" þá er allt opið."

Komnir:
Andy Pew frá Selfossi
Akil DeFreitas frá Sindra
James Mack frá Selfossi
Sergine Modou Fall frá ÍR
Zoran Placonic frá Króatíu

Farnir:
Aurelin Norest til Svíþjóðar
Deyan Minev til Kýpur
Francis Adjei Ghana
Gilles Ondo í Selfoss
Kevin Alson Schmidt til Hollands
Mehdi Hadraoui til Belgíu
Saul Halpin til Ástralíu

Fyrstu leikir Vestra:
5. maí Leiknir F - Vestri (Fjarðabyggðarhöllin)
12. maí Vestri - Höttur (Olísvöllurinn)
19. maí Völsungur - Vestri (Húsavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner