Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. apríl 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2. deild: 7. sæti
Þróttur V.
Þróttur Vogum leikur í 2. deild í fyrsta sinn.
Þróttur Vogum leikur í 2. deild í fyrsta sinn.
Mynd: Víkurfréttir
Ragnar Þór kemur til með að skora nokkur mörk í sumar.
Ragnar Þór kemur til með að skora nokkur mörk í sumar.
Mynd: Þróttur Vogum
Úlfur mun stýra liðinu.
Úlfur mun stýra liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyingurinn Högni Madsen kom frá Fram.
Færeyingurinn Högni Madsen kom frá Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Þróttur V., 141 stig
8. Huginn, 122 stig
9. Víðir, 103 stig
10. Fjarðabyggð, 86 stig
11. Höttur, 40 stig
12. Tindastóll, 36 stig

7. Þróttur V.
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 3. deild
Eftir að hafa verið í þriðju deildinni í tvö tímabil, þá komst Þróttur Vogum upp og spilar í fyrsta sinn í 2. deild . Liðið endaði með einu stigi meira en KFG og Vængir Júpiters. Það skýrðist ekki fyrr en í lokaumferðinni að Þróttarar færu upp.

Þjálfarinn: Úlfur Blandon tók við Þrótti eftir að liðið hafði tryggt sig upp í fyrra. Brynjar Gestsson hætti og tók við ÍR, Úlfur var ráðinn í hans stað. Úlfur er nokkuð reynslumikill þrátt fyrir að vera ekki sá elsti í þjálfarabransanum. Á síðasta tímabili var hann þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur áður komið liði upp úr 2. deildinni og í Inkasso-deildina, Gróttu árið 2016.

Styrkleikar: Metnaðurinn er mikill í Vogunum og hefur verið samið við leikmenn með reynslu úr Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni. Ragnar Þór Gunnarsson og Viktor Smári Segatta eru góðir markaskorarar í þessari deild, þeir hafa báðir sannað það. Þjálfarinn, Úlfur Blandon, hefur áður komið liði upp úr 2. deildinni og veit hvað þarf til þess að gera nákvæmlega það.

Veikleikar: Það er alltaf krefjandi verkefni að fara upp um deild Spennandi verður að sjá hvernig Þróttur tekst á við það. Fyrirliðinn Páll Guðmundsson ákvað að leggja skóna á hilluna og það þarf einhver annar að stíga upp í hans fjarveru. Gengi liðsins í Lengjubikarnum var ekki gott og fékk liðið á sig flest mörk í sínum riðli og tapaði gegn tveimur liðum úr 3. deild.

Lykilmenn: Ragnar Þór Gunnarsson, Brynjar Kristmundsson og Högni Madsen.

Úlfur Blandon, þjálfari Þróttar:
„Ég bjóst við að okkur yrði spáð á þessu róli. Þróttur Vogum er að stíga sín fyrstu skref í 2. deildinni sem er og verður alltaf krefjandi verkefni fyrir nýliða. Okkar fyrsta markmið er að tryggja það að Þróttur Vogum verði í 2. deild á næsta ári, verandi nýliðar í þessari deild þá byrjum við á því. Við förum bjartsýnir inn í mótið en það er alveg skýrt að við ætlum að njóta þess að spila fótbolta, skemmta okkur og okkar stuðningsmönnum í Vogunum."

Munu fleiri bætast við hópinn fyrir mót?

„Við erum opnir fyrir því en það er ekkert í hendi. Það er samt alltaf gaman að koma með eitthvað óvænt rétt fyrir mót, það er aldrei að vita hvað gerist."

Komnir:
Arnór Siggeirsson frá Fram
Brynjar Kristmundsson frá Fram
Brynjar Sigþórsson frá FH
Finnur Viðarsson frá Þróttur R.
Gylfi Gestsson frá Fylki
Högni Madsen frá Fram
Jordan Tyler frá Bandaríkjunum
Kian Viðarsson frá Reynir S.
Ragnar Þór Gunnarsson frá Tindastóli
Tom Lohmann frá Bandaríkjunum
Viktor Segatta frá Stord í Noregi

Farnir:
Andri Björn Sigurðsson í Ægi
Alexander Davorsson í Aftureldingu
Aran Nganpanya í Hauka
Hilmar Þór Hilmarsson í Leiknir R.
Kristján Pétur Þórarinsson
Admir Kubat í Þór
Páll Guðmundsson hættur
Zlatko Krickic í Leikni R.
Ólafur Örn Eyjólfsson í HK
Nduka Kemjika til Bandaríkjanna

Fyrstu leikir Þróttar V.:
5. maí Þróttur V. - Huginn (Vogabæjarvöllur)
11. maí Grótta - Þróttur V. (Vivaldivöllurinn)
19. maí Þróttur V. - Tindastóll (Vogabæjarvöllur)
Athugasemdir
banner