Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 02. júlí 2021 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Víking hafa gert rausnarlegt tilboð í Birni Snæ
Birnir Snær
Birnir Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli Sigurðsson, einn af sérfræðingunum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football segir frá því í dag að Víkingur Reykjavík hafi boðið í leikmann HK.

Birnir Snær Ingason er sá leikmaður sem Víkingur á að hafa boðið í.

„Arnar Gunnlaugsson ætlar að sæka sér leikmenn. Hann bauð í Birni Snæ Ingason," sagði Kristján Óli.

„Það var hlegið (að því tilboði) þó að tilboðið hafi verið rausnarlegt. HK sagði takk en nei takk," sagði Kristján.

Birnir er framsækinn leikmaður sem getur spilað á kantinum eða framarlega á miðjunni. Hann er 24 ára gamall og uppalinn í Fjölni. Hann gekk í raðir HK frá Val árið 2019 og hefur skorað tíu mörk í fjörutíu leikjum í deild og bikar með HK.

Sjá einnig:
Arnar: Ætla að fá inn leikmenn til að stuða hópinn aðeins (28. júní)


Athugasemdir
banner
banner