Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 03. desember 2018 19:00
Elvar Geir Magnússon
Robben: Hefði skrifað undir hjá Man Utd á staðnum
Robben í leik með hollenska landsliðinu.
Robben í leik með hollenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingurinn Arjen Robben hefur tilkynnt að hann muni yfirgefa Þýskalandsmeistara Bayern München eftir tímabilið.

Þessi 34 ára leikmaður hefur sjö sinnum orðið þýskur meistari með Bayern en hann hefur skorað 143 mörk í 305 leikjum með liðinu.

Í viðtali við FourFourTwo rifjar hann það upp þegar hann hitti Sir Alex Ferguson árið 2004 og búist var við því að hann færi til Manchester United.

„Við borðuðum saman í Manchester og áttum mjög gott spjall, bæði um fótboltann og lífið. Ég fór einnig og skoðaði æfingasvæðið og allt leit vel út," segir Robben.

„Hefði ég fengið samning í hendurnar strax á eftir hefði ég skrifað strax undir. En það gerðist ekki."

„Þegar ég fór aftur til baka til PSV þá heyrði ég ekkert meira í United. PSV var einnig að ræða við Chelsea á þessum tíma svo kannski kom hærra tilboð þaðan? Ég veit það ekki."

„Ég ræddi við Chelsea og var hrifinn af þeirra áætlunum. Við áttum einn fund og gengið var frá málum ansi snöggt."
Athugasemdir
banner
banner