Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 04. mars 2024 21:59
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal slátraði Sheffield United á Bramall Lane
Leikmenn Arsenal fagna sjötta markinu
Leikmenn Arsenal fagna sjötta markinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stúkan var orðin ansi tómleg á Bramall Lane
Stúkan var orðin ansi tómleg á Bramall Lane
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 0 - 6 Arsenal
0-1 Martin Odegaard ('5 )
0-2 Jayden Bogle ('13 , sjálfsmark)
0-3 Gabriel Martinelli ('15 )
0-4 Kai Havertz ('25 )
0-5 Declan Rice ('39 )
0-6 Ben White ('58 )

Arsenal gerði sér gönguferð í garðinum er liðið heimsótti Sheffield United á Bramall Lane í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en lokatölur urðu 6-0, gestunum í vil.

Leikurinn var búinn eftir fimmtán mínútur eða svo. Martin Ödegaard skoraði á 5. mínútu eftir gott samspil. Declan Rice fékk boltann vinstra megin í teignum, setti hann fyrir á Ödegaard sem setti boltann í netið.

Gestirnir hömruðu járnið meðan það var heitt. Átta mínútum síðar var Bukayo Saka arkitektinn en fyrirgjöf hans fór af Jayden Bogle, varnarmanni Sheffield United og í eigið net áður en Gabriel Martinelli gerði þriðja markið á 15. mínútu og þvingaði það Chris Wilder, stjóra Sheffield, til að taka Oliver Norwood inn á og setja Ben Osborn í staðinn en það breytti engu.

Mikil ákefð var í leikmönnum Arsenal. Þeir pressuðu hátt og þannig kom einmitt fjórða mark leiksins. Martinelli vann boltann áður en hann var tekinn niður en það skipti litlu því Kai Havertz fékk boltann fyrir sig og setti hann örugglega neðst í fjærhornið.

Arsenal hélt áfram að leika sér að heimamönnum. Þeir léku sér á hægri vængnum, Saka sendur inn fyrir áður en hann lagði boltann á Rice sem skoraði með góðu skoti vinstra megin við Ivo Grbic, sem hefur átt betri daga.

Ben White fullkomnaði endanlega niðurlæginguna. Jorginho átti konfektsendingu yfir vörnina og á Havertz, sem fann White í teignum. Englendingurinn þrumaði boltanum í netið, brosti og hló er hann fagnaði markinu.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, nýtti þessa slátrun í að setja þá Gabriel Jesus og Thomas Partey inn á. Jesus komst nálægt því að bæta við sjöunda markinu en Grbic varði gott skot hans.

Undir lok leiksins fóru heimamenn að reyna skot af 20 metrunum en það bar ekki árangur.

Þægilegur stórsigur hjá Arsenal sem er áfram í 3. sæti með 61 stig, tveimur stigum frá toppliði Liverpool. Arsenal á möguleika á að komast á toppinn næstu helgi en þá þarf liðið að treysta á að Liverpool og Manchester City geri jafntefli.

Sheffield United er áfram á botninum með 13 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner