Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 04. mars 2024 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Sjálfstraust leikmanna í botni - „Sýnt að þeir vilji meira“
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gat ekki annað en glaðst yfir frammistöðu nni gegn Sheffield United á Bramall Lane í kvöld.

Arsenal skoraði sex mörk gegn botnliðinu. Sjálfstraust liðsins er í botni og það á besta tíma.

„Frábær frammistaða og aftur stór úrslit fyrir okkur þegar það kemur að mörkunum sem við skoruðum og auðvitað að halda hreinu. Strákarnir hafa sýnt að þeir vilji meira sem er mjög jákvætt,“ sagði Arteta.

„Við skoruðum mörk á móti liði sem er mjög vel skipulagt en við náðum að opna þá þrisvar eða fjórum sinnum. Þetta snýst um að hafa trú á leikmönnunum. Þeir hafa allla burði til að gera þetta og sjálfstraustið hækkar þegar vel gengur. Strákarnir hafa verið frábærir.“

Arsenal á möguleika á því að komast á toppinn um helgina en það þarf að treysta á að Liverpool og Manchester City geri jafntefli og síðan vinna sinn leik.

„Það er rosalega mikið „Ef“. Við verðum að undirbúa leikinn mjög vel og vinna fyrir því að ná í sigur. Sjáum hvað gerist.“

„Orkan er rosalega góð í augnablikinu. Þegar þú ert að vinna þá er allt mun auðveldara og núna er bara að halda skriðþunganum. Maður lærir af öllu. Við vonumst bara til að verða betri og ná í fleiri stig en á síðustu leiktíð. Við fengum nokkra leikmenn til baka, þannig það eru frábærar fréttir og nú keyrum við bara á þetta,“
sagði Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 24 6 5 82 26 +56 78
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 7 8 65 49 +16 61
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 35 12 10 13 49 60 -11 46
12 Brighton 34 11 12 11 52 54 -2 45
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner