Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Guðný með spelku en æfir samt af fullum krafti
Icelandair
Guðný á æfingu í Þýskalandi.
Guðný á æfingu í Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný Árnadóttir, varnarmaður landsliðsins, hefur æft af fullum krafti í Þýskalandi síðustu daga.

Það stóð tæpt á ákveðnum tímapunkti að hún myndi ná mótinu en sem betur fer er hún með og virðist hún í mjög fínu standi.

Hún lenti í erfiðum hnémeiðslum fyrir stuttu og æfir með spelku á hnénu.

„Ég er öll að koma til og er byrjuð að æfa á fullu núna. Þetta lítur vel út. Þetta leit ekki vel út þegar þetta gerðist fyrst en þetta er allt á réttri leið og ég finn ekki fyrir þessu lengur,” sagði Guðný við Fótbolta.net í síðustu viku.

Guðný er líkleg til þess að byrja í hægi bakverði á EM ef hún treystir sér fullkomlega til þess að spila. Fyrsti leikur á mótinu er eftir sex daga þegar við mætum Belgíu.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Varð hrædd en allt fór á besta veg - „Finn ekki fyrir þessu lengur"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner