Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 05. júlí 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Ajax hafa náð samkomulagi við Man Utd og PSG
Hvað verður um De Ligt?
Hvað verður um De Ligt?
Mynd: Getty Images
De Ligt er 19 ára. Hann var fyrirliði Ajax á síðustu leiktíð.
De Ligt er 19 ára. Hann var fyrirliði Ajax á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Hvar endar miðvörðurinn Matthijs de Ligt? Það er stór spurning sem vonandi fer að koma svar við.

De Ligt er sagður vera búinn að ná samkomulagi við Juventus, en Ítalíumeistararnir eiga eftir að ná samningum við Hollandsmeistara Ajax um kaupverð.

Franski fjölmiðlamaðurinn Julien Laurens, sem starfar meðal annars fyrir ESPN, BT Sport og RMC Sport, sagði í dag að Ajax væri með samkomulag við Manchester United og PSG um De Ligt.

Hann telur að Ajax gæti misst þolinmæðina gagnvart Juventus og reynt að selja hann annað hvort til United eða PSG.

„Ég held að það sé möguleiki á því að Ajax missi þolinmæði og hugsi með sér að það sé samkomulag í höfn við PSG og Manchester United og hætti að tala við Juventus," sagði Laurens við ESPN.

„Það þjónar ekki hagsmunum Ajax að eyða meiri tíma í þessa De Ligt sögu."

Ef Ajax ákveður að tala bara við PSG og Man Utd, þá er spurning hvað De Ligt gerir. Þess má geta að umboðsmaður hans er Mino Raiola, sem er einnig umboðsmaður Paul Pogba. Raiola sagði í dag að hann væri að koma Pogba í burtu frá Manchester United.

De Ligt er umtalaðasti ungi varnarmaður heims í dag en hann er 19 ára gamall.

Sjá einnig:
Barcelona heldur í vonina um að fá De Ligt þrátt fyrir samkomulag við Juventus



Athugasemdir
banner
banner
banner