Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fim 25. apríl 2024 14:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tveir leikmenn Girona á sjúkrahús eftir slys á æfingu
Mynd: EPA

Tveir leikmenn Girona þurftu að leita upp á sjúkrahús í dag eftir slys á æfingu liðsins.


Yan Couto og Juanpe skullu saman og Michel Sanchez stjóri liðsins staðfestir að þeir hefðu þurft að fara upp á sjúkrahús og þetta liti ekki vel út.

Liðið heimsækir Las Palmas á laugardaginn og er líklegt að þeir verði hvíldir í þeim leik.

Girona er í 3. sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Bilbao sem er í 5. sæti. Girona er því í ágætis málum í baráttunni um Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner