Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 05. nóvember 2018 08:05
Magnús Már Einarsson
Fyrrum framherji Víkings í ensku úrvalsdeildina?
Powerade
Kemar Roofe framherji Leeds.
Kemar Roofe framherji Leeds.
Mynd: Getty Images
Willian er áfram orðaður við Barcelona.
Willian er áfram orðaður við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Það kennir ýmsa grasa í slúðurpakkanum að þessu sinni. Kíkjum á pakkann.



Zlatan Ibrahimovic (37) gæti farið frá LA Galaxy til AC Milan á láni í hálft ár. (Mirror)

Barcelona hefur hafið viðræður við Chelsea og umboðsmenn Willian (30) um möguleg félagaskipti. Chelsea hafnaði þremur tilboðum frá Barcelona í Willian í sumar. (Metro)

Laurent Koscielny (33), varnarmaður Arsenal, er á óskalista Barcelona sem og David Luiz (31) varnarmaður Chelsea. (Mundo Deportivo)

Joao Felix (18) hefur gert nýjan samning hjá Benfica. Þessi ungi miðjumaður hefur verið undir smásjá Chelsea. (Mirror)

Thorgan Hazard (27), bróðir Eden Hazard, segir að Eden fari ekki frá Chelsea til Real Madrid í janúar. (Express)

Wolves, Crystal Palace og Southampton vilja öll fá Kemar Roofe (25) framherja Leeds. Roofe var á láni hjá Víkingi R. árið 2011. (Mirror)

Stuðningsmaður West Ham hefur sett upp síðu til að safna fyrir nýjum samningi fyrir varnarmanninn Declan Rice (19). Rice ku vilja fá nálægt 40 þúsund pundum í laun á viku. (Sun)

Arsenal, Chelsea, Liverpool, ­Manchester City og Manchester United verða lögsótt af öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni ef þau ákveða að fara í nýja ofurdeild í Evrópu árið 2021. (iNews)

Sadio Mane (26) hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé ósáttur hjá Liverpool. Mane segist vera ánægður á Anfield. (Liverpool Echo)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er að íhuga að láta Xherdan Shaqiri ekki spila gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í vikunni. Shaqiri hefur áður fengið óblíðar móttökur frá serbneskum stuðningsmönnum en sjálfur á hann ættir að rekja til Kósóvo. (Telegraph)

Cristiano Ronaldo segist sakna þess að spila með Wayne Rooney. (Express)

Xavi, fyrrum miðjumaður Barcelona, segist leiðast að horfa á fótboltann sem er í boði í sjónvarpinu og að lið sem spila 4-5-1 séu leiðinleg. (AS)

Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, telur að Neymar og Kylian Mbappe hjá PSG geti tekið við af Cristiano Ronaldo og Lionel Messi sem bestu leikmenn í heimi. (Express)

Í Egyptalandi er búið að gera nýja styttu af Mohamed Salah leikmanni Liverpool. (Liverpool Echo)

Yfirmenn á íþróttaleikvöngum þurfa að hafa skýrsla áætlun um að vernda stuðningsmenn fyrir hryðjuverkaárásum til að fá áfram leyfi til að hýsa íþróttaviðburði. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner