Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 05. nóvember 2018 13:56
Elvar Geir Magnússon
Matic: Minnir mig á þegar þorpið mitt var sprengt
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United, vill ekki bera valmúamerkið á treyju sinni.

Umrætt valmúamerki, rauða blómið sem er um allt á Bretlandseyjum um þessar mundir, er minningarmerki um fallna breska hermenn.

Serbinn segir að merkið minni sig á það þegar þorp hans var sprengt þegar hann var tólf ára gamall.

Í yfirlýsingu á Instagram segist hann virða þá sem ákveða að bera merkið og að hann sýni þeim samúð sem hafa misst ástvini í stríði.

Merkið minni sig þó á þegar hann var dauðhræddur tólf ára strákur í Vrelo. Honum þyki ekki rétt að hann beri merkið á sinni treyju.

View this post on Instagram

I recognise fully why people wear poppies, I totally respect everyone’s right to do so and I have total sympathy for anyone who has lost loved ones due to conflict. However, for me it is only a reminder of an attack that I felt personally as a young, frightened 12-year old boy living in Vrelo, as my country was devastated by the bombing of Serbia in 1999. Whilst I have done so previously, on reflection I now don't feel it is right for me to wear the poppy on my shirt. I do not want to undermine the poppy as a symbol of pride within Britain or offend anyone, however, we are all a product of our own upbringing and this is a personal choice for the reasons outlined. I hope everyone understands my reasons now that I have explained them and I can concentrate on helping the team in the games that lie ahead.

A post shared by Nemanja Matic (@nemanjamatic) on


Athugasemdir
banner
banner
banner