Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 07. desember 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu þegar Arsenal skoraði
Mynd: Getty Images
Arsenal lagði Tottenham að velli með fjórum mörkum gegn tveimur í slagnum um Norður-London á Emirates um síðustu helgi.

Leikmenn Arsenal voru duglegir við að birta myndir af sér að fagna sigrinum og skjóta á andstæðinga sína. Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hans menn eigi að taka því sem virðingartákni að það sé svona merkilegt að vinna þá.

„Það sem þetta sýnir fyrst og fremst er virðingin sem þeir bera fyrir okkur. Þegar fólk fagnar svona ákaflega þá er það því þeir virða þig og líta á þig sem stórt félag," sagði Pochettino.

„Þetta var stór sigur fyrir þá og vonbrigði fyrir okkur, sem sýnir hversu miklum árangri við höfum náð á síðustu árum. Steve Hitchen (yfirnjósnari Tottenham) var á leik Liverpool gegn Everton sem var í gangi á sama tíma.

„Þegar Arsenal skoraði þriðja markið og komst yfir þá fögnuðu allir stuðningsmenn Liverpool. Það er augljóst að við erum að gera eitthvað rétt."


Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vegna þess að Arsenal hægði á Tottenham í toppbaráttunni með sigrinum. Liverpool er núna sex stigum fyrir ofan Tottenham, sem er tveimur stigum fyrir ofan Arsenal.

„Persónulega líkar mér þetta ekki. Þetta er viðeigandi ef þú vinnur titil, en þetta var bara einn leikur á miðju tímabili. Eftir leikinn vorum við jafnir með 30 stig."
Athugasemdir
banner
banner
banner